Skírnir - 01.01.1950, Page 256
246
Ritfregnir
Skímir
lokið, fyrr en sýnt hafði verið nýtt leikrit eftir Halldór Iviljan Laxness,
„Islandsklukkan", sem höfundur nefnir „Snæfríði Islandssól'* í mjög
vandaðri útgáfu Helgafells. Þótti sem vonlegt var mest nýjabragð að
þessu verki og hefur aðsóknin að sýningum Þjóðleikhússins farið fram
úr því, sem hún hefur komizt hæst áður. Ber margt til þess, að svo hefur
farið, ef til vill má fyrst og fremst nefna frábæra leikstjórn Lárusar
Pálssonar, sem tókst að samræma stórbrotið en sundurlaust efni 23 sýn-
inga leiksins, felldi aðeins úr 2 atriði, sem bókin hefur um fram.
Það er landssaga og þjóðarörlög, sem er uppistaðan í þessu leikriti.
Með mjög fáum undantekningum eru persónur leiksins miklu fremur
háðar einkenmnn manntegunda en sjálfstæðri skapgerðarþróun. Frá því
að persóna birtist á sviðinu og þangað til hún hverfur, er hún eins og
óumbreytanleg, og atvikin hafa ekki minnstu áhrif á skaphöfn hennar.
Kennir hér vafalaust nokkurra áhrifa frá hinu fyrra formi efnisins, skáld-
sögunni, sem er heilsteypt listaverk. 1 leikritinu ræður skáldsagan ekki
aðeins atburðarásinni, heldur líka uppistöðunni í svo að segja hverri
skapgerð. Nærtæk dæmi eru 3. leiksvið í 1. þætti og 5. leiksvið í sama
þætti. 1 fyrra atriðinu verður Snæfríður að vera hjá, þegar Arnæus finn-
ur blöðin úr Skáldu; i öllu atriðinu segir hún eina setningu: Vinur, því
dregurðu mig inni þetta skelfilega hús, og síðan kemur þessi aðalpersóna
leikritsins ekki fram fyrr en á sjötta leiksviði, í Skálholti. Hitt atriðið
er hreinn útúrdúr, Skraparotsprédikun við ferjustað á Ölfusá, enda ekki
tekið með í sýningu leiksins. Á sama hátt og persónur koma til leiks-
ins undirbúningslaust, eða í skjóli þeirrar vitneskju, sem áhorfendur
höfðu um þær úr sögunni, hverfa þær hljóðalaust af leiksviðinu, þegar
þeirra er ekki lengur not. Mætti hér til nefna móður Jóns Hreggviðs-
sonar, konu Arnæusar og jafnvel Arnæus sjálfan að nokkru leyti, ef
nokkur áherzla er lögð á samband hans og Snæfríðar, kemur þá bisk-
upinn, Sigurður Sveinsson, eins og deus ex machina í leikslok.
Þrátt fyrir margs konar erfiðleika, sem höfundi hefur ekki tekizt að
sigrast á, er hann sneri skáldsögunni í leik, verður Snæfríður Islandssól
samt talin merkilegt leikrit og vel þess virði, að listamenn leiksviðsins
glími við hin margvislegu úrlausnarefni, sem höfundurinn býr upp í
hendur þeirra. Samtölin ein út af fyrir sig eru ávallt svo hnittin og orða-
forði höfundar svo mikill, að einstök atriði leiksins eða leikurinn í heild
verður um langan tima þakklátt viðfangsefni fyrir leikendur. Sums
staðar fellur að vísu á gleðina vegna geipilegs orðbragðs eða ótilhlýði-
legs, einkum þar sem höfundur slæst upp á kristindóm og kirkju, en
það þótti snjallræði hjá Nelson að setja kíkirinn fyrir blinda augað, þeg-
ar hann vildi ekki sjá. L. S.
Breiðdæla. Drög til sögu Breiðdals. Jón Helgason og Stefán Einars-
son gáfu út. Kostnaðarmenn: Nokkrir Breiðdælir. Reykjavík 1948. VII
-j-334 bls. auk 19 ótölusettra blaða með myndtun og uppdráttum.