Skírnir - 01.01.1950, Side 258
248
Ritfregnir
Skírnir
og Þjóðskjalasafni, en af skiljanlegum ástæðum hefur höfundur ekki átt
jþess kost að kanna það. Fróðlegt er að sjá (bls. 42—45), að síra Einar
Sigurðsson í Heydölum hefur átt í mjög vafasömum málarekstri út af
landamerkjum jarða, og lýsir það stapp síra Einari frá óvæntri hlið.
Næst er í ritinu grein, sem her heitið I BreiSdal fyrir 60 árum, um
80 blaðsíður að lengd, með inngangi eftir Stefán Einarsson. Höfundur
hennar er Vestur-lslendingur, Árni SigurSsson, f. 1839 á Kirkjubóli í
Stöðvarfirði, en fluttist kornungur til Breiðdals og dvaldist þar fram
yfir 1860. Grein þessi birtist upphaflega í Vesturheimshlaðinu Lögbergi,
í 7 tölublöðum kringum áramótin 1911—12 (21. des.—1. febr.), og eru
orðin í fyrirsögninni, „fyrir 60 árum“, miðuð við þann tima. Er
skemmst frá því að segja, að grein þessi er með ágætum, og hygg ég,
að engum sé gert rangt til, þó að hún sé talin veigamesti þáttur bókar-
innar, enda fer dr. Stefán um hana hinum mestu viðurkenningarorðum
(bls. VII, 63 og 298). Hún fjallar því nær öll um lifnaðarhætti, venjur
og siði Breiðdælinga um miðbik 19. aldar, og kæmi mér ekki á óvart, að
hún yrði talin gagnmerk menningarsöguleg heimild, er fram líða stundir.
Eiginhandarrit Árna af greininni er nú i Landsbókasafni (Lbs. 2994,
4to), og er þar einnig geymd nokkur vitneskja um höfundinn. 1 eigin-
handarritinu og í Lögbergi er stuttur inngangur, og sést þar glögglega,
að höfundur hefur haft næman skilning á gildi góðra og rækilegra þjóð-
háttalýsinga. Af einhverjum ástæðum hefur þessi inngangur verið felld-
ur niður í Breiðdælu, og tel ég það miður farið. 1 greinarlok kemst höf-
undur m. a. svo að orði: „.. . í ritgerð þessari eru mörg nafnorð og ýmis
orðatiltæki rituð alveg eins og tíðkaðist í daglegu tali manna á milli á
því tímabili, sem um er rætt“ (bls. 138—139). Þessi afstaða höfundar gef-
ur greininni stóraukið gildi. Af þeim sökum er hún náma af kjarngóð-
um orðum úr austfirzku sveitamáli og er að þvi leyti hin merkilegasta
heimild. Greinin hefur verið orðtekin fyrir orðabók Sigfúsar Blöndals,
og er þar allvíða vitnað til þessarar greinar einnar um orð og merkingar
orða. Af þeim má t. d. nefna: Standkragi, slyngja (so.), kleima (no.),
tvífóstra (no.), málbær, öSur (í fé), urSalitur, pallskór (inniskór), vöku-
staur (= matarveizla) o. fl. Vmis ágæt orð í ritgerðinni eru hins vegar
ekki í orðabókinni, svo sem nœrþak (bls. 65), blátvinna (bls. 70, blá-
kemba hefur Bl. úr Mýrdal, en það er líka í ritgerð Árna, bls. 70),
þœfulok (bls. 87), spörr eða spara (bls. 92), krummabuxur (bls. 105),
trogbörur (bls. 105), króksvipa (bls. 107), og fleira mætti til tína. —
Nokkur galli er það á greininni, að kaflafyrirsagnir svara víða illa til efn-
isins. Sem dæmi má nefna: Kafli á bls. 91—93 hefur fyrirsögnina Grasa-
ferSir. Um þær fjalla 7 fyrstu línumar. Hitt er mest um ljái! Kaup-
staSaferSir heitir kafli á bls. 93—98. Frá miðri 96. bls. segir þó eingöngu
frá túnaslætti! I kaflanum Lunderni á bls. 136 er að finna vitneskju
um meðferð og nýtingu hrossakjöts!
Næstu tveir kaflar eru Minrúngar úr BreiSdal frá seinna hluta rútj-