Skírnir - 01.01.1950, Side 260
250 Ritfregnir Skírnir
Tvær rímur eftir Snæbjörn Jónsson. Útgefandi Isafoldarprentsmiðja.
Reykjavík 1949.
Snæbjörn Jónsson bóksali hefur samið mjög skringilega bók, sem hann
nefnir Tvœr rímur. Eg hef alltaf áhuga á að kynna mér nýjar rímur
og legg jafnan vel hlustir við, hvort einhver nýstárlegur tónn kunrd að
hljóma í þessari fornu, þaulræktuðu og raunar ofþjálfuðu bókmennta-
grein. Eg náði því í rímumar til lestrar.
Auk formála ritar höf. langan inngang, er hann nefnir forspjall, 34
bls. að lengd. Mig furðaði ekki lítið á innihaldi forspjallsins. Bjóst eg við
að finna þar einhvem fróðleik um rimur og hagyrðinga, en sú varð ekki
raunin á, heldur fjallar forspjallið rnn gersamlega óskyld efni. Em það
vangaveltur, skraddaraþankar og ádeilur ýmiss konar, og kennir þar
margra grasa. Hefur höf. margt á hornum sér, og deilir hann á ýmis
málefni og vissar stéttir þjóðfélagsins og þykir að vonum margt fara
aflaga í þjóðfélagi vom. En skoðanir hans og niðurstöður verða á stund-
um heldur en ekki fáránlegur og allt öðru vísi en vænta mætti af svo
þjóðhollum manni, sem höfundur þykist vera. Þykir réttast að lofa þeirri
ritsmíð að liggja í þagnargildi á þessum stað, og skal ég nú snúa mér
að aðalefninu.
Auk hins langa forspjalls em í bókinni tvær rímur, eins og nafnið
bendir á. Er sú fyrri einkum um Natan Ketilsson. Síðari ríman er skálda-
tal, er höf. nefnir Skáldaflotann. Auðvitað er tilgangslaust að yrkja og
gefa út rímur nema endurbæta hina gömlu rímnalist og hefja hana í
æðra veldi. Raunar hafði ég ekki búizt við, áður en ég las rímurnar, að
Snæbjörn bóksali væri líklegur til þess, en engu skal þó neita að óreyndu.
Þetta fór að ætlan minni. En samt varð ég fyrir vonbrigðum. Auk þess
sem í rimunum finnst engin skáldskaparglæta, úir þar og grúir af
verstu göllum rimna allra alda, smekkleysum, alls konar hortittum, eyðu-
fyllingum, röngum áherzlum, aukaatkvæðum i braglínu, brenglaðri orða-
röð o. s. frv. Þykir mér mjög furðulegt, að höf. þyrfti að steyta á þess-
um skerjum. Hitt þykir mér þó enn undarlegra, að honum verður stund-
um á að nota rangar kenningar, sem rímnaskáldin hendir sjaldan. Oft
verða vísurnar litt skiljanlegar, svo mjög er máli og hugsun nauðgað.
Sem dæmi um lágkúruskapinn og hnoðið skal nefna vísu þessa, gripna
af handahófi:
Get eg ekki konur kætt
með kvæðinu, nú sem byrja,
verð því sækja í aðra ætt
efnið til að kyrja (bls. 38).
Auk flatrímsins vantar frumlag í setninguna: sem byrja — í 2. braglínu,
fremur en sögnin byrja sé í rangri tölu. Þá er hún ekki bermileg þessi
visa:
Þá var nitjánda ennþá öld,
er á legg eg færðist,