Skírnir - 01.01.1950, Side 262
252
Ritfregnir
Skímir
og brengluð, svo að hann verður næstvun óskiljanlegur. Ef finna á ein-
hverja vitglóru í honum, verður að taka hann saman eins og fomskóld-
skap, sem mundi þá verða á þessa leið: . . . og hákni mót hærri sólar-
hæðmn heldur en þekktum (sólarhæðvun). Það er hálfömurlegt að reisa
andans mönnum minnisvarða af þessu tagi.
Orðið örk (pappírsörk) getur höf. ekki haft í venjulegu kyni. tír því
verður ark (arkið hvítt til að rima á móti lítt, hls. 21). Oviðkunnanlegt
og raunar hálfkenning er orðið freki (bls. 112) sem nafn á skipi. Freki
er úlfsheiti og gæti því verið stofnorð í skipskenningu. Að visu kemur
freki fyrir sem skipsheiti í þulunum, sem prentaðar em aftan við Skóld-
skaparmál Snorra-Eddu, en mörg heiti þar eru ekki nothæf. Rangt er
að kalla skip rœsinaS (bls. 48). 1 Glymdrápu Þorbjarnar homklofa kem-
ur fyrir skipskenningin rausnar rœsinaSur, en rausn er hluti af fram-
stafni skips, en þetta hefur skáldi ekki skilið.
Þó að höf. sé líklega annað betur lagið en skáldskapur, mætti ætla,
að hann gæti kveðið vísur nokkurn veginn braglýtalausar og færi sæmi-
lega með heiti og kenningar, en því miður er því ekki að heilsa. Vitan-
lega mætti koma með mörg fleiri dæmi, því að rimurnar em nær óþrjót-
andi náma af sliku. Að vísu má finna nokkrar stórlýtalausar vísur. Auk
þess sem eg hef nefnt, em þær fullar af smekkleysum. Það er eins og höf.
slægist til að nota sem afkáralegastar kenningar og heiti, ævafom og
stirðnuð nátttröll, löngu fyrnd og slitin úr samhengi við hið lifanda mál.
Fyrri ríman er, eins og áður er vikið að, um Natan Ketilsson og fólk,
sem riðið var við ævi hans og afdrif, en engu nýju ljósi bregður hún
yfir líf þessa fólks og er helzt flatrimuð siðferðishugvekja. 1 Skáldaflot-
anum em allmörg skáld talin upp. Öll hrinda þau skipi (dvergaskipinu)
úr nausti og sigla. Allt er þetta gert með gatslitnum orðum og setning-
um fyrri skálda með nálega sömu orðum, hvaða skáld sem í hlut á.
Ekki er gerð minnsta tilraun til að draga fram séreinkenni hvers skálds
eða skóldskapar þess, ekki borið við að einkenna, heldur fletja allt. Skáld-
in em valin af algerðu handahófi. Þar ægir öllu saman, stórskáldum og
mönnum, sem varla hafa borið við að yrkju stöku og aldrei hefur sézt
neitt eftir. Nokkuð er höf. misgjöfull við skáldin, og fer þar ekki allt
að verðleikum. Hann fórnar t. d. Hannesi Hafstein 2 visum, en Jóni
skólastjóra Hjaltalín 17, og er hann þó þekktari fyrir annað en ljóðlist,
og Pétri Jakobssyni helgar hann 7 vísur. Verst er, að erfitt er að skilja,
hvort höf. er að lofa eða lasta Pétur í þessum fátæklegu stökum.
Riman er fremur lítils nýt sem skáldatal, því að þar vantar fjöldann
allan skólda, bæði alþýðuskálda og þjóðskálda, en aðrir teknir, sem ekk-
ert sæti eiga í skáldatali. Hér vantar Sigluvíkur-Svein, Sigluvikur-Jónas,
Jón skáld á Berunesi, sr. Hannes Arnórsson, Magnús Hj. Magnússon
(hefur hinn síðastnefndi gefið út 3 ljóðabækur, þar af tvennt rímur, hin-
ar síðari 1914, og er sízt lakara rimnaskáld en höf. sjálfur) og af nútíðar-
skáldum sr. Sigurð Einarsson, svo að einhver nöfn séu nefnd.