Skírnir - 01.01.1950, Page 263
Skimir
Ritfregnir
253
Hið eina, sem einhvers virði er við bókina, er skrá um fæðingar- og
dánarár skáldanna, ef látin eru, og hefur síra Jón Guðnason tekið hana
saman. Tel eg víst, að hún sé vandvirknislega gerð, þótt ekki hafi eg
gengið úr skugga um það. En skráin kemur þó að mjög takmörkuðum
notum vegna þess, hve mörg skáld vantar, en svo hefur höf. bætt við
skrána alls konar rugli frá sjálfum sér um allt og ekkert. Nokkrar
vísur eignar hann þar höfundunum, en sumt af því er miður rétt. Vís-
una: Heiðarlegur hjörva grér o. s. frv. — telur höf. hiklaust eftir Torf-
hildi Hólm, sem er einber vitleysa. Raunar er alls óvíst, að hún sé
eftir Jón biskup Vídalin, en hún er þó miklu eldri en Torfhildur og
kemur fyrir i þáttum Gísla Konráðssonar (Lbs. 1130, 4to).
Eg hef orðið nokkuð langorður um svo nauða ómerkilega bók, og ber
margt til þess. Mér hefur jafnan þótt rimur merkileg bókmenntagrein
og fylgzt vel með öllum tilraunum til að lífga þær á ný. Á síðustu
árum hafa þeir Pétur Jakobsson og Sveinbjörn Beinteinsson ort og gefið
út rimur, og þótt þar sé ekki beinlínis feitan gölt að flá, standa þessar
rímur langt að baki hinna fyrrnefndu skálda. Það er vita tilgangslaust
nú á dögum að yrkja rímur, sem eru eins illa kveðnar eða verr en það
lélegasta, sem til er í þeirri grein. Þær verða að fá nýjan blæ og vera
sambærilegar öðrum ljóðum að listgildi. Það er beinlinis móðgun við
smekk rímnaunnenda og rímnalistina sjálfa að gefa út rímur eins og
þessar. Vitaskuld er það ekki ámælisvert, þótt þeir menn, sem lítið hafa
þegið af Boðnarmiði, en því meira af skáldfíflahlut, yrki rímur sér til
hugarhægðar, en þeir eiga ekki að hafa þær á glámbekk. Snæbjörn bók-
sali hefur fengið sæmilega menntun, virðist hafa lesið margt og lætur
sig bókmenntir miklu varða. Verður því að krefjast meiri dómgreindar
af honum en fávísum múgamanni. En eftir þessari bók að dæma virðist
höf. meira en lítið kynlegur í kollinum.
Þess má að endingu geta, að merkjasetning er verri en engin.
Jóhann Sveinsson.
Listamannaþing.1)
Listamannaþing kallar bókaforlagið Helgafell flokk þýddra ritverka,
sem það gaf út á síðastliðnu ári, alls 12 bækur, og er vonazt til að
framhald geti orðið á útgáfunni. Svipuð útgáfustarfsemi hefur svo lengi
verið einn af okkar skemmtilegustu draumum — alla tíð siðan Sigurður
Nordal skrifaði grein sína um Þýðingar í Skírni —, að það er skylt að
fagna sérstaklega þessu framtaki Helgafells, og það því fremur sem far-
ið er af stað með miklum ágætum, bæði um val bóka og þýðenda.
1) Grein þessi er rituð fyrir þrem árum, en var á sínum tíma skrif-
uð að beiðni tímaritsins Helgafells. Með því að þessa merka ritsafns var
ekki í heild getið í Skirni (en sumra bókanna úr því var hins vegar
getið) og þess hefur lítt verið getið annarstaðar, er Skírni ánægja að
birta þessa grein Kr. A., þó að nokkuð sé liðið frá útkomu bókanna.