Skírnir - 01.01.1950, Síða 268
258
Ritfregnir
Skímir
guin. Æyí höfundar er sögð í ágætum formála eftir þýðandann, Tómas
GuSmundsson. Gauguin hefur flúið frá góðu heimili, háum tekjum,
gleði og þægindum Parísar, til þess að gerast málari. Líf hans verður
hörð barátta, basl og vonhrigði. Þá tekur hann sig upp é fimmtugsaldri
og flytur sig til lítillar villimannaeyjar í Suðurhöfum, til að geta lifað
þar óbreyttu lífi náttúrubamsins, við litlar þarfir og auðfengna lífsbjörg,
og málað í nýju umhverfi. Um þetta ævintýr fjallar bók hans, sem er
sérstæð bæði sem sjálfslýsing hugrakks og kraftmikils listamanns og fyr-
ir þær myndir, sem hún dregur upp af fólki sælueyjunnar, með penna
og pensli — sagan er prýdd eftirmyndum af málverkum Gauguins; af
þeldökkum konum með þögul andlit, draumkennda, blygðunarsama auð-
sveipni, unað og mýkt yfir svip og vexti.
Og hvernig fer svo um hamingjudraum Parísar-mélarans hjá þessari
góðlyndu, barnslegu villiþjóð? Sagan er aðeins hálfsögð — eins og saga
Hamsuns — sitt dýpsta leyndarmál hylur málarinn í þögn. Hann tekur
upp sambúð við kornunga stúlku; hinn gullni Ijómi, sem stafar af hör-
undi hennar, „lýsti upp húsið okkar“; hann er „gagntekinn af ilmi
hennar“, og hlustar hugfanginn á, þegar hún segir honum frá siðum,
sögu og guðahugmyndum kynstofnsins.
Svo hættir hann allt í einu að tala um stúlkuna. Bókin verður að
ritgerðum um goðafræði. Við lesum þær, og bíðum með óþreyju eftir
framhaldi ástarsögunnar. Og loks kemur það, í síðasta kaflanum, tvær
blaðsíður. Hann er að fara aftur heim til Frakklands, þar sem „aðkall-
andi mál“ krefst nærveru hans. Við tökum það gott og gilt. Tekur hann
stúlkuna sina með sér? Nei. Ætlar hann þá til hennar aftur? Hann seg-
ist sjá hana „í síðasta sinn“, þar sem hún situr á steini í fjöruborðinu,
þreytt og hnuggin, eftir margra nátta grát. Meira fáum við ekki að
vita um endalok þessa ævintýris.
Manninum var endur fjrrir löngu útskúfað úr paradís. Síðan hafa
margar kynslóðir nærzt á aldinum skilningstrésins. ICannske á maður-
inn ekki afturkvæmt í paradís, nema til þess að fá útskúfunardóminn
staðfestan.
Og þó heldur paradís áfram að vera minning um glataða hamingju,
sem kannske megi öðlast aftur; því að aldini skilningstrésins eru full
af beiskum kjarna. Gauguin hvarf aftur til sælueyjarinnar, og dó þar,
but 'that is another story, eins og Kipling segir, og sú saga var aldrei
skrifuð.
Sverrir Kristjánsson hefur færzt mikið í fang, þegar hann þýddi
Jökulinn eftir Johannes V. Jensen, sem ef til vill skrifar auðugast
mál og þróttmestan stíl af öllum dönskum skáldum. Þýðingin er á köfl-
um ágæt, og ber alstaðar vott um óvenjuleg tök á íslenzku máli.
Það er tæplega rétt, eða öllu heldur ónákvæmt, sem Sv. Kr. segir í
eftirmálanum, að sagnahálkurinn LangleiSir, sem Jökullinn er brot úr,