Skírnir - 01.01.1950, Side 269
Skírnir
Ritfregnir
259
sé „sköpunarsaga mannkynsins". Skáldið segir í þessu verki í megin-
dráttum þróunarsögu norræn-germansk-engilsaxneska kynsins, þess stofns,
sem harðnaði og stæltist að þreki og viti við kjör norðursins, veitti
krafti sinum suður á bóginn í þjóðflutningunum, gaf Italíu m. a. ætt
Kolumbusar (sem eitt bindið fjallar um), og reis til menningarlegrar
forustu, andlegra og veraldlegra heimsyfirráða, í norðlægari löndum
þeirra tveggja álfa, sem hvita kynið byggir.
Jökullinn er upphaf þeirrar sögu, koma ísaldarinnar til Norðurlanda,
flótti hins hörkuminna fólks undan vaxandi kulda lengra suður á bóg-
inn — og sókn Drengs, fulltrúa hins útvalda kyns, þrautseiga vilja og
skapandi ímyndunarafls, inn í vetrarríkið, þar sem hans og niðja hans
beið albeiting vöðva og vits til að standast og sigra í þrautum, sem
einar gátu magnað atgjörvi kynsins svo að það héldist um aldir. Maður
minnist upphafsins á Egils-drápu Einars Benediktssonar:
Taugamar þúsundir isvetra ófu.
Mögnuð er lýsingin á stórrigningum frumskógarins í upphafi ísaldar;
öfi himinsins hamast á jörðinni og öllu, sem þar lifir; og náttúruöflin
í brjósti skáldsins hamast á pappírnum, maður sér ekki skóginn fyrir
trjám, ekki það, sem verið er að lýsa, fyrir orðanna flóði, sem fossar
niður með þmmum og eldingum. Skýrar myndir hafa aldrei verið mest-
ur styrkur Johannesar V. Jensens; augað er ekki hans skarpasta skilningar-
vit, heldur heyrn, ilman, smekkur og tilfinning. Hann skynjar þef jarð-
arinnar og bragð regnsins og anda og öfl náttúrunnar með næmi villi-
mannsins og ímyndun skáldsins; hinn hráa virkileik merkurinar, hitann
í blóði manna og dýra, gný veðranna, ógnir myrkranna, skin jöklanna;
hinn vaknandi mannleik í hjarta og heila steinaldarbúans undir himni
norðursins; hin fyrstu gleðióp hans, þegar hugsun og vilji sigra í bar-
áttunni fyrir æðri lífskjörum.
Langleiðir er eitt af þeim stórvirkjum norrænna bókmennta, sem við
verðum að eignast á íslenzku. Nú er ísinn brotinn, þýðandinn fundinn,
og við bíðum með óþreyju eftir framhaldinu.
Ef við svo næst opnum Frú Marta Oulie, í þýðingu Kristmanns Guð-
mundssonar, þá höfum við flutzt nokkur þúsund ár fram í tímann,
erum stödd í Ösló 1907, og ung skrifstofustúlka, Sigrid Undset, sem
seinna átti eftir að verða heimsfræg skáldkona, er að segja okkur sína
fyrstu sögu, auðvitað ástasögu. I Jöklinum var líka ástasaga, og skáld-
inu sagðist svo frá: „1 frumskóginum fóru maður og kona til samfunda
sem úlfar, og engin kona varð svo móðir, að hún bæri ekki tannaför
mannsins í hnakka sér; Drengur og Mamma voru hinar fyrstu mann-
eskjur, sem áttust og horfðust á unnandi augum.“ Hvað hefur hin unga
norska kona að segja okkur af ástinni í byrjun tuttugustu aldar?
Það gefur litla hugmynd um söguna, þó að viðburðir hennar séu
raktir; efnið kann að virðast gamalt, og er þó eins nýtt og laufið, sem