Skírnir - 01.01.1950, Síða 270
260
Ritfregnir
Skírmr
springur út á vorin. Alvarlegt er það andlit, sem birtist út úr sögunni,
andlit hinnar ungu Sigridar Undset, tilfinningaríkt, heitt og hörkulegt
í senn. Það leynir sér ekki, að sagan er orðin fjörutíu ára gömul og ger-
ist áður en loft allt varð lævi blandið af nýrri, stækri efnishyggju, og
af skrípalegu góli og væli jazzlaganna.
Ungur maður og ung stúlka giftast af ást; hjónabandið byrjar vel;
svo fer sambúðin smám saman að verða erfiðari. Hann er drengilegur
maður, en hún er greindari, listhneigðari, menntaðri, alin upp é fínna
heimili. Henni finnst hann ekki samboðinn sér. Hún gerist honum ótrú,
með manni, sem er meira að hennar smekk; kastar sér út í ævintýrið
með öllum ástríðuofsa ungrar hraustrar konu. En um sama leyti missir
maður hennar heilsuna, verður að vesaling í höndum hennar, á ekki
annað eftir en að tærast upp á nokkrum árum. Og nú finnur hún, að
hún elskar þennan mann, getur aldrei framar elskað neinn annan. Héð-
an af snúast hugsanir hennar eingöngu um hann, lífs og liðinn, um þá
hamingju, og þá andstyggð, sem kom inn í líf hennar, þegar hún saurg-
aði helgidóm hjarta síns. Hún verður ung ekkja, og fyrri elskari henn-
ar vill giftast henni, mega bera hana á höndum sér; en hún kýs heldur
að berjast fyrir börnum sínum, ein og í fátækt. Örlög hennar voru ráð-
in, þegar hún í fyrsta sinn gaf manni ést sína.
Þessi bók kom út aðeins rúmum áratug áður en frægur kvenlegur full-
trúi nýrrar menningar lýsti yfir því í blaðaviðtali í Ósló, að í augum
nýja timans væri ástin milli manns og konu ekki annað né meira en
það, að líkamir kynjanna þyrftu við og við hvor á öðrum að halda,
eins og þyrstur maður á glasi af vatni; það væri allt og sumt; og þessi
skoðun á ástinni öðlaðist talsverða frægð, og var kölluð vatnsglas-kenn-
ingin.
Svona geta framfarimar verið hraðstígar á vorum dögum.
En hvað getur hin 25 ára gamla Sigrid Undset vitað um mannlegt
líf í samanburði við tvo meinfyndna, skarpgáfaða háðfugla, húðstrikj-
endur og yfirvitringa eins og Voltaire og Bemard Shaw?
Candide (sem í þýðingu Halldórs K. Laxness hefur hlotið nafnið
Birtingur) er frægasta verk Voltaires og kannske eina bók hans, sem á
eftir að lifa. Eg kaim mjög illa við íslenzka heitið á bókinni. Birtingur
getur ekki annað þýtt en sá, sem lýsir af. En Candide þýðir sá, sem
hefur hreina sál, barnslega tiltrú. Þvi fer mjög fjarri, að nokkur Ijómi
stafi af söguhetjunni, höfuðeinkenni hans er, eins og nafnið bendir til,
hreinleiki hugarfarsins, hið ódrepandi, einfeldnislega traust til mann-
anna. Eg er ekki í vafa um, að hinir „fomu“ þýðendur, sem Laxness seg-
ist í formálanum hafa tekið sér til fyrirmyndar, hefðu kallað manninn
og bókina Kandíd. Að öðru leyti er snilldarbragur Laxness á þýðingunni.
Leibnitz á að hafa haldið því fram, að allt væri sem bezt gæti orðið
í þessum hinum bezta heimi allra heima, hér á jarðríki voru. Mér er