Skírnir - 01.01.1950, Qupperneq 272
262
Ritfregnir
Skímir
Wells, sem sé betri), og að mótmæla trúnni á guð gamla testamentis-
ins, guð reiðinnar og hermdarverkanna. Hvernig á að skilja þennan
furðulega eftirmála? Er ennþá til fólk á Englandi, sem trúir á Jehova,
og á ritninguna sem vísindalega heimild um sköpun heimsins og upp-
runa mannkynsins? Eða var Bernard Shaw, þrátt fyrir öll æsktunerkin,
samt orðinn svo gamall, þegar hann skrifaði söguna, að hann væri far-
inn að berjast upp á nýtt við skoðanir, sem enn var líftóra i, þegar hann
var ungur, en nú eru steindauðar fyrir langa-löngu?
Hvað um það — Birtingur og Blökkustúlkan eru skemmtilegar bækur.
Þó er ef til vill meira að segja um dýpstu rök lífsins en þar stendur
skrifað. Skyldi það geta hugsazt, að hin 25 ára gamla norska skrifstofu-
stúlka hafi þrátt fyrir allt vitað meir um mannlega sál og leit hennar
að guði en vitringarnir Voltaire og Shaw?
Gæti það hugsazt, að hér sem oftar verði hinir síðustu hinir fyrstu,
og að skáld, sem aldrei gerðu háværar kröfur um að teljast lærifeður
mannnana, eins og t. d. Oscar Wilde, viti samt meira um innstu og ör-
lagaríkustu þrár mannshjartans en sumir þeir, sem alltaf höfðu vísi-
fingurinn á lofti og þóttust hafa höndlað allan sannleik?
Salóme, sjónleikur Oscars Wildes, í einum þætti, er þýddur af Sig-
urði Einarssyni, og víðast hvar sæmilega þýddur, en þýðingin þó afleit
á stöku stað. („Ástmaður" er hræðilegt orð — því ekki elskari? Orðið
er fornt. „Beðnautur" er enn þá ferlegra orð — stendur ekki lover á
enskunni — elskari? Þá eru setningar eins og þessi: „Það eru sumir
þeirra, herra, sem gjarnt er til að fremja sjálfsmorð" — og fleira svipað,
sem kemur furðulega fyrir úr penna jafn-ritfærs manns og Sig. Ein.)
Leiksviðið er garðsvalir í höll Heródesar konungs, það er veizla í höll-
inni, en úti fyrir tunglskin, og loftið titrar af æsandi angan. Hér hitt-
ast þau Jóhannes skírari, bandingi Heródesar, hatari syndum spilltrar
kynslóðar, gripinn guðlegri vissu um, að meistarinn, sem er öllum meiri,
sé í heiminn kominn — og Salóme, hin unga stjúpdóttir konungs. Og
konungurinn elskar stjúpdóttur sína, og ungi varðmaðurinn varpar sér
í duftið af ást, en henni finnst allir karlmerm leiðinlegir, þangað til
hún hittir þennan tötruga förumann og bandingja, sem kallar sig skír-
ara og á máttugri rödd og sterkari augu en nokkur annar; þá brenn-
ur hún af þrá, af blygðunarlausri logandi þrá, og veit ekki af neinu
á himni eða jörðu nema þorsta sínum í koss hans. Hún veit, að það er
guð hans, sem gerir hann fallegri og meiri en alla aðra, og jafnframt
finnur hún afbrýði konunnar til þessa guðs, langar til að verða sterkari
en hann — og freistar skírarans, en hann bandar henni frá sér og
hrakyrðir hana. Heródes lofar henni hverju sem hún biðji um, ef hún
vilji dansa fyrir sig. Eftir dansinn biður hún um höfuð Jóhannesar, svo
hún geti kysst varir hans, dauðar, meðan þær enn eru heitar af lífi-
Oscar Wilde var ekki prédikari, en heittrúaður maður, Hann trúði á