Skírnir - 01.01.1950, Side 276
II
Skýrslur og reikningar
Skímir
Stefán J. Bjamason, innheimtumaður, Reykjavík.
Sveinn Árnason, hóndi, Barðsnesi.
2. Þá las gjaldkeri upp ársreikning og efnahagsreiknnig félagsins.
Vora þeir endurskoðaðir af endurskoðendunum og vottaðir réttir. Reikn-
ingarnir voru síðan bornir undir atkvæði fundarmanna og samþykktir
með öllum greiddum atkvæðum.
Enn fremur las gjaldkeri upp reikning yfir sjóð Margrethe Lehmann-
Filhé’s og reikning Afmælissjóðs félagsins. Höfðu þeir einnig verið end-
urskoðaðir og vottaðir réttir af endurskoðendum, og vora samþykktir af
fundarmönnum öllum.
3. Kjörfundur hafði verið haldinn laugardaginn 6. maí s. á., 1950,
og þá talin framkomin atkvæði, alls 252. Forseti var kosinn, til næstu
2 ára, Matthías Þórðarson, með 223 atkvæðum og varaforseti Sigurður
Nordal, með 207 atkvæðum. Fulltrúar, til næstu 6 ára, vora kosnir Einar
Amórsson, með 188 atkvæðum, og Sigurður Nordal, með 180 atkvæðum.
4. Þá vora, á aðalfundinum, endurkosnir endurskoðendur félagsins, þeir
Jón Áshjömsson, hæstaréttardómari, og Brynjólfur Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri.
5. Forseti skýrði því næst frá störfum félagsins á hinu umliðna ári.
Sakir mikils annríkis í prentsmiðjunum hafði tafizt nokkuð prentun
ársbókanna og útsending þeirra til félagsmanna. Gefið hafði verið út II.
hindi hins mikla ritverks drs. Páls Eggerts Ólasonar, Islenzkar æviskrár
frá landnámstímum til ársloka 1940. Enn fremur Skirnir, 123. árg. og
byrjað á útgáfu Prestatals. Prentað hafði og verið 3. hefti XV. bindis
af Fornbréfasafninu, þriðjungur texta þess bindis. Á yfirstandandi og
næsta ári kæmu registrin yfir XIV. og XV. bindi þessa verks. Þá gat
forseti þess, að sökum hins mikla kostnaðar við útgáfu ársbókanna 1949,
einkum Prestatalsins, hefði félagið nú komizt i nokkrar skuldir, svo sem
reikningar þess sýna, og að þess vegna yrði að fresta til næsta árs út-
gáfu 2. heftis af Prestatalinu.
Enn fremur gat forseti þess, að sökum mjög aukinnar dýrtíðar og hækk-
aðrar vísitölu, síðan árstillag til félagsins varð 30 krónur, hefur stjóm
þess nú orðið að hækka árstillagið fyrir yfirstandandi ár, 1950, um 10
krónur, samkvæmt heimild í 24. gr. félagslaganna.
6. Samkvæmt tillögu félagsstjórnarinnar var á aðalfundinum kjörinn
heiðursfélagi dr. Henry Goddard Leach í New York.
7. Síðan var fundargerð lesin upp og samþykkt, og að svo búnu
var fundinum slitið.
Pétur Sigur'ðsson.
Alexander Jóhannesson.