Skírnir - 01.09.1987, Side 9
SKÍRNIR RASMUS KRISTJÁN RASK 1787-1987
215
ingu „einfaldra nafnorða" (de declinationibus nominum simplici-
um). Þar á hann við nafnorð án viðskeytts greinis. Runólfur lítur á
ábendingarfornafnið sá sem greini sem beygist með hverju nafn-
orði í sex föllum og öllum kynjum. Eitthvað hefur fornöfnum sleg-
ið saman hjá honum þar sem hann segir ávarpsfall eintölu vera þu,
en í fleirtölu þier (t.d. þu vomb, þier vamber) (Runólfur Jónsson
1651:6).
Beygingarflokka nafnorða telur hann vera fjóra: kvenkynsorð
sem enda á -a, kvenkynsorð með endingunni -ar í eignarfalli, karl-
kyns- og hvorugkynsorð sem oftast enda á -s í eignarfalli eintölu og
að lokum karlkyns- og hvorugkynsorð sem enda á -a í eignarfalli.
Af þessu má sjá að Runólfur gerir sér ekki nema litla grein fyrir
muni á sterkri og veikri beygingu nafnorða, og hverjum beygingar-
flokki verða að fylgja skýringar á ýmsum undantekningum frá
beygingardæmunum. Síðasti stafur í nefnifalli eintölu ræður einnig
miklu um flokkun Runólfs. Þannig flokkast undir þriðju beygingu
karlkyns- og hvorugkynsorð sem enda á d, l, n, r, s, x og hvorug-
kynsorð sem enda á b, e,f, g, i, k, m, o, p, t, u, og gerir hann þar eng-
an mun á stofni og beygingarendingu.
I þriðja kafla fjallar Runólfur um samsetta beygingu nafnorða
(declinatio composita), en þar á hann við beygingu nafnorða með
viðskeyttum greini. Hann telur að viðskeytti greinirinn sé fornafn-
ið hann, þ.e. maburenn sé sama og maburhann, í eignarfalli mans-
ens sama og mansþess eða mans hans (Runólfur Jónsson 1651:3).
I fjórða kafla er greint frá lýsingarorðum, og er sá kafli heldur
skipulegri en kaflinn um nafnorðin, en ekki hefur Runólfur áttað
sig á veikri og sterkri beygingu þar fremur en hjá nafnorðum.
Allmiklar villur eru í beygingu fornafna (7. kafli), t.d. er þolfall
ábendingarfornafnsins þessi talið vera þann og þágufall þeim.
Abendingarfornafnið sá er hins vegar ekki beygt (Runólfur Jóns-
son 1651:62).
Mestur ruglingur kemur þó fram í 8. kafla þar sem reynt er að
gera grein fyrir sagnbeygingu. Sögnum er skipt í fimm beygingar-
flokka eftir beygingarendingum í fyrstu, annarri og þriðju persónu
eintölu (1.-3. flokkur) eða eftir endabókstaf í fyrstu persónu ein-
tölu (4.-5. flokkur). Eins og nærri má geta verður úr þessari flokk-
un einn hrærigrautur.