Skírnir - 01.09.1987, Síða 106
312
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
Lífsskoðunin, trúin, er það sem sköpum skiptir, og að hver mað-
ur leitist af eigin rammleik við að ráða rúnir hinnar mennsku tilvist-
ar í heiminum og það hlutskipti sem henni er ætlað.
II
Tilvistarhugsun fer fyrir brjóstið á mörgum. Sumum virðist jafnvel
öldungis um megn að fá nokkurn botn í hana. Það kann því að vera
álíka vonlaust að ræða hana við þann sem ekki skynjar um hvað
hún snýst og að ræða ástina við þann sem aldrei hefur elskað. Þetta
gildir raunar um margt fleira og ekkert við því að gera. Það er aldrei
að vita hvenær menn upptendrast af ást eða skynja rökleysi per-
sónulegrar tilvistar sem verkefni til að glíma við af öllum sálar-
kröftum. Oll heimspeki kann að virka á fólk sem argasta þvæla.
Það spyr jafnvel í barnslegri einfeldni um nytsemi hennar, rétt eins
og það þjóni engum augljósum tilgangi að velta skipulega vöngum
yfir lífinu og tilverunni.
I upphafi erindaflokksins Líf og daubi leitast Sigurður Nordal
við að gera hlustendum sínum grein fyrir því hvers konar heim-
speki það er sem hann flytur8 og hvaða máli það skipti að yfirvega
eigin tilvist. Sigurður segir: „I heimspeki er ég utanveltubesefi, hef
aðeins stundað hana fyrir sjálfan mig og að mestu tilsagnarlaust.
Enda á það, sem ég ætla hér að tala um, nauðalítið skylt við hina
vísindalegu skólaheimspeki.“ (LD, s. 7)
Nú gerir Sigurður sér mætavel grein fyrir því að efnið sem hann
hyggst taka til umræðu er heimspekilegs eðlis, því að hann ávarpar
lesendur sína - upphaflega hlustendur sína - með svofelldum
orðum:
Þið eruð öll saman heimspekingar, hvort sem þið viljið það og vitið eða
ekki. Það er ein tegund heimspeki að brjóta heilann um, hvernig þið eigið
að lifa, og það er önnur tegund heimspeki að afneita allri hugsun um slík
efni. Þið hafið glatað hinni öruggu eðlishvöt dýranna. Það verður aldrei
aftur tekið. Enginn kemst hjá því, í þessu áhættusama og flókna mannlífi,
að fara eftir einhverri lífsskoðun, einhverri trú í hegðun sinni og líferni. Þið
getið álitið það bæði vonlaust og auðvirðilegt að bollaleggja um hluti sem
enginn þekki né skilji. En samt eru þið í sífellu að velja úr kostum lífsins,
játa einhverja trú og í raun og veru að prédika einhvern boðskap. (LD, s.12)