Skírnir - 01.09.1987, Side 95
SKIRNIR
ARFUR HEGELS
301
Það er því ljóst að tengsl marxismans við heimspeki Hegels eru
allmiklu lausari en margir telja og hin marxíska díalektík er allt
öðru marki brennd en hin hegelska. Það er einhliða díalektík þar
sem hugveran verður aðeins ósjálfstæður þáttur eða endurspeglun
hlutveru. Það sem annars helzt mætti benda á að Marx sækti til
Hegels er hugtakið „firring“ eða Entfremdung, og sú heildarmynd
sögunnar sem þetta hugtak verður einskonar þungamiðja í. En
hugtakið „firring" má raunar að vissu leyti rekja lengra aftur, eða
til kristinna og gyðinglegra trúarhugmynda þar sem það á sér rætur
og hliðstæðu í hugtakinu „synd“, og raunar hefur íslenzka orðið
„firring“ nánast sömu merkingu og orðið „synd“, ef við hugsum
það sem dregið af sögninni að sundra.
En ef syndin er sundrung manns og guðs, þá er firringin öllu
heldur fjarlægð mannsins frá sjálfum sér eða þeim aðstæðum sem
hann gæti orðið sáttur við og fundið sjálfan sig í. En firringin eins
og syndin hefur sem forsendu fall mannsins, endurlausn og sætt, og
þessi hugtök taka á sig ólíkar myndir hjá Hegel og hjá Marx. Þar
sem syndafallið er í augum Marx upphaf verkaskiptingar og einka-
eignarréttar, hlýtur endurlausn að felast í afnámi hans, og sættin í
hinu stéttlausa þjóðfélagi er útheimti byltingu ríkjandi aðstæðna.
En hjá Hegel er firringin nátengd hugmyndinni um hina „vansælu
vitund" sem á sér þjóðfélagslegan grundvöll í aðskilnaði ríkis og
einstaklings og trúarlegan grundvöll í aðskilnaði guðlegs og mann-
legs eða himnesks og jarðnesks. Þannig áttu raunar forsendurn-
ar fyrir tilkomu þeirrar sættar er mundi binda enda á firringuna að
vera komnar fram: annars vegar siðaskiptin er sættu andstæður rík-
is og kirkju, veraldlegt og andlegt vald, og hins vegar franska
stjórnarbyltingin með hugsjónum sínum um frelsi, jöfnuð og
bræðralag, sem Hegel virðist hafa talið að ættu eftir að festa rætur
í og móta það prússneska ríki, er hann lifði í á síðari árum ævi
sinnar.
En þessi afstaða hans á vísast mikinn þátt í að móta þá mynd sem
Hegel stendur mörgum fyrir hugskotssjónum í. Það er sem ein-
hvers konar prússneskur ríkisheimspekingur, vörður alræðisvalds,
ritskoðunar og lögregluríkis, jafnvel boðberi þjóðarrembings og
hernaðarstefnu, fyrir utan það að vera hughyggjuskýjaglópur