Skírnir - 01.09.1987, Síða 137
SKÍRNIR KRISTIN TRÚ Á TÆKNIÖLD 343
mörgu að mæta nú á tímum, sem gerir henni erfitt fyrir um að ná
áheyrn og athygli.
Heimspekin hefur alla tíð átt því hlutverki að gegna að vekja
menn til umhugsunar og kenna þeim að hugsa. Og forsenda allrar
hugsunar er að spyrja og gagnrýna, í jákvæðri merkingu þess orðs.
Þarna hafa heimspeki og guðfræði átt samleið, mjög nána á löng-
um skeiðum í sögunni. Þær voru systur, svo líkar að innræti, við-
leitni og verklagi, að þær urðu vart aðgreindar. Trúarleg efni hafa
lengstum verið það áleitin og fyrirferðarmikil, að sú vitsmuna-
glíma, sem vér nefnum heimspeki, hefur ekki komist hjá því að taka
tillit til þeirra eða mið af þeim. Og hugsandi trú hefur ekki heldur
getað né viljað takast á við sín viðfangsefni án þess að hafa hliðsjón
af heimspekilegum viðhorfum og notfæra sér þau.
Samleið heimspeki og guðfræði er eldri en kristinn dómur. Ekki
kann ég að lima Platón í sundur í heimspeking annars vegar, guð-
fræðing hins vegar, svo að ég nefni sem dæmi þann göfuga heið-
ingja, sem á sínum tíma lagði mikið í bú kristinnar hugsunar. Fáir
kapítular í sögu mannsandans eru eins hrífandi og vegamót krist-
innar trúfræði og grískrar heimspeki til forna. Kirkjan hafði þann
þrótt og sjálfsvitund, að hún gekk hiklaust á vit hinna grísku spek-
inga, braut þá til mergjar út frá sínum forsendum, hafnaði og valdi,
gagnrýndi með grískri rökvísi, tileinkaði sér óhikað þau atriði í til-
verutúlkun, sem henni virtust vísa í sömu átt og þær frumstað-
reyndir, sem hún byggði á.
Þessi mikla saga og framhald hennar síðar um margar aldir er
forvitnileg, ekki síst ef hugað væri að samleið og sambýli heimspeki
og guðfræði nú á tímum. Það liggur ekki fyrir hér. En hvað sem
annars má segja um heim nútímatækni og vísinda, þá held ég að
báðar þessar rosknu og margreyndu systur megi saman horfast í
augu við það, ekkert síður en Sókrates á sinni tíð, að það er ekki alls
kostar auðvelt að fá menn til að hugsa, íhuga sitt ráð af stilltu raun-
sæi, spyrja alvöruspurninga um stöðu sína og líf, losa sig undan
fordómum og blekkingum tíðarandans, hlusta opnum huga, taka
til sín áminningu hins forna altaris: Gnóþi seavton, þekktu sjálfan
þíg-
Nú er ekki þess að dyljast, að mörg hindrun getur orðið á vegi
manna, þó að þeir vilji ljá kristnum boðskap áheyrn og gefa honum