Skírnir - 01.09.1987, Qupperneq 148
354
SIGURBJÖRN EINARSSON
SKÍRNIR
tækninnar, sem reyndar er meira en lítið misskipt meðal jarðarbúa.
Það er nákvæmlega jafnerfitt nú og verið hefur að axla þyngstu
byrðar, mæta þjáningu og áföllum, horfast í augu við dauðann,
jafnþungbært að finna til sektar, vita sig hafa brugðist sér og
öðrum, svikið lífið. Það er ekkert auðveldara en fyrr að horfast í
augu við lífskröfur og gegna þeim eins og manneskja. Staða manns-
ins í þeim alheimi, sem vísindin hafa með hverju skrefi sínu áleiðis
til meiri þekkingar gert æ furðulegri og er vaxinn allri rökhugsun
langt yfir höfuð, staða mannsins í þeim mannheimi, sem er orðinn
svo margbrotinn og tvísýnn og einkennist af hrikalegum þverstæð-
um í sambúðarháttum, er ekki síður spurning á líðandi stund en
fyrrum. Og hún er ekki þögnuð. Hannes skáld Pétursson orðar
hana m. a. á þessa leið:
Hve lengi get ég lofsungið þessi fjöll
lofsungið þetta haf, þessar eyjar og strendur
já menn og alla hluti sem huga minn gleðja
hve lengi, án þeirrar vissu að eitthvað sé til
ofar sérhverjum stað, hverri reynslu og hugsun
sem teflir þessum fjöllum fram, þessu hafi
fjarlægð og nálægð, öllu - lífi og dauða
leikur því fram fyrir augum mér öruggri hendi?
Cor inqvietum, hið órósama hjarta, sem Ágústínus talar um, er
mennsk frumstaðreynd enn sem fyrr og verður það, meðan
mennskan líður ekki undir lok. Og framhald þessara orða hjá
honum, donec reqviescat in te, Domine, uns það hvílist í þér,
Drottinn, er vísbending um reynsluveruleik, sem verður ekki snið-
genginn hugsunarlaust. Meðan heimspekin varpar ekki frá sér því
aðalsmarki sínu að vilja kenna mönnum að spyrja af viti, getur hún
ekki skotið sér undan því að hlusta eftir þeim spurningum og
svörum, sem berast úr musteri trúarinnar.
Kristin trú hefur ekkert svar handa þeim, sem veit ekki hvað það
er að verða sjálfum sér spurning. Hennar svar, hennar Guð, setur