Skírnir - 01.09.1987, Side 78
284
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Þorbjörg Kolbrún er eina konan í sögunni sem lýst er í útliti, og
er lýsing hennar nokkuð óvanaleg, a. m. k. sem lýsing á ástkonu:
Þorbjgrg var kurteis kona ok eigi einkar væn, svart hár ok brýnn, - því var
hon kglluð Kolbrún, - vitrlig í ásjánu ok vel litkuð, limuð vel ok grannvax-
in ok útfætt, en eigi alllág. (170)
Þrátt fyrir þetta segir sagan að Þormóður „rennir ngkkut aug-
um“ til hennar, „ok lízk honum vel á hana“ (170).
Einkennandi fyrir konur Fóstbræðrasögu er að þær eru algerlega
ómissandi fyrir hetjurnar, leggja á ráðin fyrir þær og ekki svo sjald-
an bjarga þær þeim frá bráðum bana. Flestar eru þær einstæðar og
ráða sjálfar fyrir búi sínu. Þorbjörg digra ræður fyrir héraðinu þeg-
ar Vermundur bóndi hennar er ekki heima, og það kemur greini-
lega fram að hún ræður betur við stjórnina en hann, „ok þótti
hverjum manni sínu máli vel komit, er hon réð fyrir“ (121). Onnur
kona ekki ómerkari er Sigurfljóð. Nafnið er ekki til annars staðar í
fornritum, og er áreiðanlega ætlað að vera táknrænt. Hið sama
kynni ef til vill að gilda um önnur nöfn sögunnar, t. a. m. nöfn fóst-
bræðranna Þor-geir, Þor-móbur.
Sigurfljóð fær fóstbræður til að drepa fyrir sig tvo ribbalda sem
eru þingmenn Vermundar. Etur hún þar saman ribböldum, því að
þeir fóstbræður eru engu betri! I uppgjörinu við Vermund, sem er
ákaflega óánægður með þetta og vill ekki láta drepa menn fyrir sér,
kemur fram merkileg gagnrýni á höfðingja sem ráða ekki neitt við
neitt. Hún mælti:
Þat er sem ván er, at yðr sé svá um gefit, en þat munu sumir menn mæla, at
þeir hafi eigi þessa menn fyrir yðr drepit, heldr má hinn veg at kveða, at þeir
hafi þessi víg fyrir yðr unnit. En hverr skal hegna ósiðu, rán eða hernað, ef
eigi vilið þér, er stjórnarmenn eru kallaðir heraða? (140-141)
Þessa gagnrýni, sem lögð er í munn Sigurfljóðar, má sjá alls stað-
ar í sögunni, og hún kemur fram bæði beint og óbeint. Sagan
gleymir t. a. m. ekki vinnandi fólki: sauðamaðurinn á Hvassafelli
kemur móður frá fé sínu, Torfi böggull er að höggva hrísbyrði á
bak sér, þegar Þorgeir heggur hann niður, - og hinar mörgu og oft
hrikalegu náttúru- og veðurfarslýsingar sýna vitund um harða lífs-