Skírnir - 01.09.1987, Síða 177
SKÍRNIR
RITDÓMAR
383
finnst mér flókið að gera greinarmun á „reikistjörnum“, „förustjörnum“
(þ. e. sýnilegum reikistjörnum) og „föruhnöttum" (förustjörnum að með-
töldum sól og mána).
„Stjarnvísi í öndverðu" heitir annar kaflinn, fjallar um forn samfélög,
einkum í Egyptalandi og Mesópótamíu, vísindaiðkun þeirra og stjarn-
fræðihugmyndir sér í lagi; einnig um stjörnuspekina (stjörnuspáfræði).
Þorsteinn vill ekki láta gera lítið úr fræðimennsku fornmanna, þótt
stjörnuspeki verði „með engu móti talin til vísinda nú á dögum“ (bls. 91).
Það er einmitt lykilatriði í allri umfjöllun Þorsteins að meta hugmyndir og
kenningar út frá þekkingu og möguleikum hvers tíma.
Hér get ég helst fundið að því að skýringar skorti á því (bls. 83-84)
hvernig „babýlonískar skýrslur“ hjálpuðu nútímamönnum að finna út að
sólarhringurinn hafi ekki styst nema um 1,78 millisekúndur á öld síðustu
árþúsundirnar.
Nú koma tveir kaflar, þriðji og fjórði, um Grikki hina fornu og vísindi
þeirra. Hér verður frásögnin hvað breiðust og kannski sagt frá óþarflega
mörgum af hinum elstu heimspekingum, sem ekki breyttu allir miklu um
heimsmyndarsöguna sjálfa. Þetta er þó ekki ófróðleg lesning.2 En þegar
þriðji kafli er að baki og komið nokkuð fram í hinn fjórða, verður breyting
á efnistökum, frásögnin bundnari við hina eiginlegu heimsmyndarsögu (og
tilheyra henni viðaukar 3-5). Hér er bókin rösklega hálfnuð. Fyrir minn
smekk er meira varið í seinni hlutann. Hann er að vísu tæknilegri en hinn
fyrri, en Þorsteini tekst mætavel að halda lýsingum sínum skýrum og að-
gengilegum. Hér er komið að hugmyndum sem nokkuð glöggar heimildir
eru til um, þeim nógu rækilega lýst til að lesandinn skynji þær sem heild,
og vissulega er áhugavert að sjá hversu flókin og raunar glæsileg þankasmíð
hin klassíska heimsmynd var. Eg held að umfjöllun Þorsteins um Ptólem-
aíos og heimsmynd hans (bls. 173-184) sé ágætasti þáttur þessarar bókar.
I fimmta kafla er vikið að vísindum Rómverja og Araba, en einkum þó
miðaldakristninnar. Er hér einkum athyglisverð - og gagnleg til skilnings
á síðari þróun - lýsing Þorsteins á þekkingarfræði síðmiðalda.
Þá kemur að sjötta og síðasta kafla: „Nýöld gengur í garð“. Fjallar hann
aðallega um Kóperníkus og sólmiðjukenningu hans, sem átti eftir að reyn-
ast upphaf gjörbyltingar í heimsmyndarfræðum. Kaflinn hefst þó á yfirliti
um samtíma Kóperníkusar, tímabil endurreisnar og siðaskipta.3 Síðan er
farið yfir kenningu Kóperníkusar hægar og rækilegar en hinna fyrri lær-
dómsmanna, og er hér væntanlega kominn sá blær sem ráða muni ríkjum í
frásögn seinna bindisins. Og undan honum þarf síður en svo að kvarta.
Eg hygg mörgum muni þykja merkilegt - og jafnvel koma á óvart - hve
langt er frá því að sólmiðjukenning Kóperníkusar hafi í hans höndum feng-
ið endanlegan búning. Bæði er hún í mörgum smáatriðum röng og einnig
reist á rökum sem síðar voru lögð fyrir róða. En hún benti til nýrrar brautar
sem - löngu seinna - átti eftir að reynast hin rétta.
Atriði á borð við þetta tekst Þorsteini að draga fram á minnisstæðan hátt