Skírnir - 01.09.1987, Side 79
SKÍRNIR
BRÓKLINDI FALGEIRS
285
baráttu. Fóstbræðrasaga er ekki eins upptekin af ættum og t. a. m.
Laxdæla og Njála. Eina persónan sem hefur ættartölu er Þorgeir.
En einmitt í því gæti legið mikil gagnrýni. Það er nefnilega vegna
frænda hans, hinna ríku og voldugu höfðingja á Reykhólum, að
honum helst uppi að fara um „með kúgan ok ránum“ (134) í óþökk
friðsamra og vinnandi bænda.
Það er greinilegt samband milli hins gróteska raunsæis ogþeirrar
þjóðfélagsgagnrýni sem kemur fram í sögunni. Fóstbræðrasaga er
ekki einungis skopstæling á hetjum og hetjuhugsjón, heldur má
jafnframt lesa hana sem sögu um spillt og stjórnlaust þjóðfélag.
Þjóðfélag þar sem karlmennskan er æðst dyggða - og vopnin ráða.
Tilvísanir
1. I grein þessari er aðeins birt lítið brot af rannsóknum sem ég hef unnið
að um árabil og fjalla um grótesk atriði og paródíska hefð í Islendinga-
sögum. Hún er að stofni til fyrirlestur sem ég flutti á rannsóknaræf-
ingu hjá Félagi íslenskra fræða og Mími í desember 1980 og síðar í
Ríkisútvarpinu í mars 1986.
2. Sigurður Nordal, „Sagalitteraturen.“ Nordisk kultur VIII:B. Stock-
holm, Oslo, Kobenhavn 1953. Ritið kom síðar út í íslenskri þýðingu
Arna Björnssonar undir heitinu Um íslenzkar fornsögur, Reykjavík
1968. Vísi að þessari þróunarkenningu Nordals má raunar þegar finna
í riti hans Snorri Sturluson, Reykjavík 1920. Sjá einkum þáttinn um ís-
lenska sagnaritun.
3. Einar Olafur Sveinsson, „íslendingasögur", Kulturhistorisk leksikon
for nordisk middelalderVl, Kobenhavn 1962.
4. Sbr. bls. 510 í Kulturhistorisk leksikon.
5. í þessu sambandi nægir að vísa til formála að sögunni í íslenzkumforn-
ritum VI, Reykjavík 1943, einkum bls. LXX-LXXIII.
6. Hér og síðar er vitnað til útgáfu sögunnar í íslenzkum fornritum VI,
Reykjavík 1943. Að öðru jöfnu er vitnað til þess texta hennar sem ítar-
legastur er, sbr. útskýringu í næstu neðanmálsgrein. Er blaðsíðutal
haft í sviga fyrir aftan hverja tilvitnun.
7. Hér verður ekki farið út í skýringu á þessum mismun handritanna, en
kenning mín er í stuttu máli sú að í sumum þeirra hafi bókmennta-
stofnunin gripið inn í, ekki fellt sig við svo ósæmilegar hetjulýsingar og
því reynt að þurrka þær sem mest út.
8. Sjá formála að sögunni í íslenzkum fornritum.
9. Sama.
10. Sama, bls. LXXIII.
11. Sama, bls. LIII.