Skírnir - 01.09.1987, Side 157
SKÍRNIR
ÍSLANDSFÖR BRESKA FLOTANS
363
undanskildu, að 2. nóvember það ár skrifaði utanríkisráðuneytið
flotamálaráðuneytinu og sendi því útdrátt úr bréfi Spence — Pater-
sons, ræðismanns Breta á Islandi. Þar sagði, að enginn efi léki á því
að fiskveiðum Breta við ísland yrði mikið gagn af veru bresks her-
skips við landið. Benti ræðismaðurinn á, að franska ríkisstjórnin
sendi jafnan eitt - og stundum tvö - herskip til varnar og aðstoðar
frönskum fiskimönnum á íslandsmiðum. Jafnframt sagði, að
sumarið 1895 hefði breskur togari steytt á skeri, og hefði danska
varðskipið komið honum til aðstoðar.14 Er ljóst, að með þessu vildi
utanríkisráðuneytið brýna yfirmenn flotans til aðgerða.
Heimildir geta ekki um athafnir breskra stjórnvalda í þessum
málum fyrstu þrjá mánuði ársins 1896. Þegar kom fram yfir vor-
jafndægur, dag tók að lengja og veður að batna á norðurslóðum,
bjuggust breskir togaramenn hins vegar til íslandsferðar. Þá urðu
dönsk flotayfirvöld að vera við öllu búin. Og Bretar héldu vöku
sinni. Hinn 7. apríl 1896 sendi Sir Charles S. Scott Salisbury lávarði
skeyti og tilkynnti honum, að beitiskipið Hejmdal væri nýlega lagt
af stað til íslands, þar sem það ætti að vera við landhelgisgæslu um
sumarið.15
Og nú höfðu Bretar skjót handtök. Utanríkisráðuneytið sendi
flotastjórninni afrit af skeyti Scotts 11. apríl, og 29. apríl ákvað
flotamálaráðherrann að leggja til að æfingadeild úr flotanum yrði
send á íslandsmið í júní, enda ætti flotinn erfitt með að senda full-
búið herskip án sérstakrar ástæðu.16 Boð um þessa tillögu voru
send utanríkisráðuneytinu í maí, og óskaði flotastjórnin þá jafn-
framt eftir því, að dönsku ríkisstjórninni yrði tilkynnt um hina
fyrirhuguðu ferð. Tilkynning um að íslandsferð æfingadeildarinn-
ar hefði verið ákveðin, var dagsett í flotamálaráðuneytinu 27.
maí.17 Þar sagði, að áætlað væri, að flotadeildin kæmi til íslands 26.
júní, og yrði við landið til 21. júlí. Um svipað leyti og ákvörðunin
var tekin, tók að rigna yfir ráðuneytin kvörtunum útgerðarmanna
yfir tökum breskra togara við ísland fyrr um vorið. Af framgangi
málsins virðist þó sýnt, að þeir atburðir hafa ekki knúið stjórnvöld
til ákvörðunar. Hún virðist hafa verið tekin fyrr.
Fyrirmæli flotastjórnarinnar til yfirmanns æfingadeildarinnar
hafa ekki fundist og bendir ýmislegt til, að þau hafi verið
munnleg.18