Skírnir - 01.09.1987, Síða 70
276
HELGA KRESS
SKÍRNIR
friðsömum og vinnandi bændum. Hetjurnar hafa sem sagt allt aðr-
ar hugmyndir um sjálfar sig en umhverfið - og sagan - hefur um
þær.
Þetta kemur ekki einungis fram í því misræmi efnis og forms sem
klausurnar skapa. Sagan er full af írónískúm og ekki síst gróteskum
lýsingum (sem m.a. kom greinilega fram í þeim frásögnum sem
tekin voru dæmi um hér að framan). Eiginlega má segja að öll stíl-
brögð hennar - og þar með lífsafstaða eða heimssýn - gangi upp í
því sem ég vil kalla „gróteskt raunsæi“ til aðgreiningar frá „hetju-
legu raunsæi" Einars Olafs Sveinssonar.17
Sá sem einna mest og best hefur fjallað um fyrirbrigðið hið grót-
eska í bókmenntum er rússneski bókmenntafræðingurinn Mikhail
Bakhtin. I riti sínu um franska rithöfundinn Rabelais, sem komið
hefur út á ensku undir nafninu Rahelais and His World, ræðir hann
um tvenns konar menningu endurreisnartímans,18 sem ég tel að
megi að breyttu breytanda heimfæra upp á tímabil íslenskrar
sagnaritunar. Annars vegar er um að ræða hina klassísku menningu
og hins vegar þá menningu sem hann kallar karnivalska, en það er
sú menning sem tengist kjötkveðjuhátíðum og einkennist af hlátri
og gleði. Klassíska menningin er lokuð og tilheyrir yfirstétt og
höfðingjum, en sú karnivalska - eða hláturmenningin - nær til allra
og á sér rætur í alþýðlegum leikjum og samkomum miðalda. Þessi
karnivalska skemmtun sem Bakhtin talar um gæti að mínu mati átt
sér hliðstæðu í íslensku gleðunum. Má í því sambandi t. a. m.
minna á hina alræmdu Jörfagleði.19 Það sem einkennir karnival-
menninguna er gróteskan. Markmið hennar er að lækka eða aftigna
allt sem háleitt er talið, andlegt eða afstrakt, og draga það niður á
veraldlegt jarðneskt plan, þar sem allir eru jafnir. Kjarninn í grót-
esku raunsæi er hláturinn, og það er hlátur sem allir taka undir.
Frelsandi hlátur, þar sem enginn er öðrum meiri. Allir menn hafa
kropp, allir finna þeir til, verða að sofa, borða, hægja sér. Og allir
fæðast þeir og deyja, hversu háttsettir sem þeir eru. Þess vegna má
í gróteskum lýsingum sjá mikinn áhuga á líkamshlutum og líkams-
starfsemi, svo sem rössum og nefjum, áti, drykkju og meltingu. En
einnig því sem á líkamanum dynur, þ. e. alls kyns barsmíðum og
misþyrmingum. Oft er mönnum einnig líkt við dýr.
Eitt algengasta minnið í bæði bókmenntum og málverkum þess-