Skírnir - 01.09.1987, Side 75
SKÍRNIR
BRÓKLINDI FALGEIRS
281
en þeim fellusk gllum hendr, er í túninu hgfðu verit. Litlu síðar kómu þeir
frændr eptir; váru þeim þá sggð þessi tíðendi, ok þótti þeim þetta eigi hafa
vel til borit. Er svá sagt, at þeir frændr bættu víg þetta fyrir Þorgeir. Riðu
þeir síðan til móts við Þorgeir. Hann fagnar þeim vel. Þeir spurðu, hví
Þorgeirr hefði þetta víg vegit eða hvat Þorgeirr fyndi til um mann þenna.
Þorgeirr svarar: „Eigi hafði hann ngkkurar sakar til móts við mik, en hitt
var satt, at ek mátta eigi við bindask, er hann stóð svá vel til hgggsins.“
(156-157)
Á Grænlandi lendir Þormóður í hörðum bardaga við bræður
þrjá og ber hann af þeim öllum banaorð. Þann fyrsta vegur hann úr
launsátri með því að höggva báðum höndum í höfuð honum og
kljúfa á honum hausinn. I eltingaleiknum sem fylgir og endar á
bjargbrún, verður öðrum bróðurnum það á að detta, og Þormóður
er þá ekki seinn á sér að höggva „meðal herða honum, svá at oxin
sgkk at skapti“ (240). Áður en hann nær að taka öxina úr sárinu,
heggur þriðji bróðirinn til hans, einnig í bakið, og verður af mikið
sár. Nú eru góð ráð dýr fyrir Þormóð, þar sem hann er bæði vopn-
laus og sár, og dugir ekki minna en heita á Olaf konung helga:
Fellr þá oxin ór hendi Falgeiri niðr fyrir hamrana ofan á sjóinn; þykkir
honum þá ngkkuru vænna, er hvárrtveggi var slyppr. Ok því næst falla þeir
báðir fyrir hamrana ofan á sjóinn; reyna þeir þá sundit með sér ok færask
niðr ýmsir; finnr Þormóðr, at hann mæddisk af miklu sári ok blóðrás. En
fyrir því að Þormóði varð eigi dauði ætlaðr, þá slitnaði bróklindi Falgeirs;
rak Þormóðr þá ofan um hann brækrnar. Falgeiri daprask þá sundit; ferr
hann þá í kaf at gðru hverju ok drekkr nú ómælt; skýtr þá upp þjónum ok
herðunum, ok við andlátið skaut upp andlitinu; var þá opinn muðrinn ok
augun, ok var þá því líkast at sjá í andlitit, sem þá er maðr glottir at ngkk-
uru. Svá lýkr með þeim, at Falgeirr drukknar þar. (240)
Ekki er hægt að segja annað en Ólafur konungur hafi brugðist
fljótt og vel við: hann hvorki meira né minna en leysir buxurnar
niður um andstæðinginn! Lýsingin á andliti Falgeirs í dauðateygj-
unum minnir mjög á lýsinguna á afhöggnum hausi Þorgeirs, sem
vegendur hans setja upp á þúfu til skemmtanar sér, en eins og sagan
segir: „sýndisk þá hgfuðit svá ógurligt, at augun hrærðusk ok um
snerusk, tungan var úti ok blaðraði" (212). Grafa þeir það þá sem
skjótast og nota til þess axir sínar. Kunna auðsjáanlega ekki á önnur
verkfæri!