Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 159
SKÍRNIR
ÍSLANDSFÖR BRESKA FLOTANS
365
síðdegis 5. júlí. Herskipið sigldi síðan áfram austur á bóginn í fylgd
togarans, þar til komið var að Vestra-Horni. Þar voru fimm togarar
á veiðum, fjórir breskir og einn þýskur. Að morgni 6. júlí sendi
skipherrann á Calypso bát eftir skipstjórum togaranna og ræddi
við þá um veiðar þeirra. Tveir togaraskipstjóranna höfðu verið
teknir fyrir landhelgisbrot, og lýsti skipherra herskipsins viðhorf-
um þeirra svo í skýrslu sinni:
Þeir kváðust hafa verið teknir lögum samkvæmt og höfðu engar kvartanir
fram að færa. Engu að síður sögðu þeir alla togaraskipstjóra þeirrar
skoðunar, að íslensku landhelgislögin væru mjög hörð, þar sem þau útilok-
uðu þá frá því að leita hafnar á Islandi, enda væri ómögulegt að skilja trollin
eftir um borð í öðrum skipum. Sjálfur tel ég að Islendingar myndu hagnast
á sölu íss, vista, o. s. frv., ef þeir leyfðu togurunum að leita hafnar. [—]
í samræðum okkar bar öllum skipstjórunum saman um, að ef þeir fengju
að veiða hvar sem væri (líka innan 3ja mílna) á svæðinu milli Dyrhólaeyjar
og Papeyjar, þar sem mjög fá íslensk skip væru að veiðum, væru þeir mjög
fúsir til að hætta veiðum innan línu, sem hugsaðist dregin frá Utskálum í
Malarrif.23
Veður var slæmt fyrir suðausturlandi, þegar Calypso var þar á
ferð, og að loknum samræðunum við togaraskipstjórana afréð
skipherrann að halda aftur til Reykjavíkur. Þangað var komið að
morgni 9. júlí.
Meðan herskipin þrjú fóru könnunarferðir sínar, sat Atkinson
yfirforingi um borð í skipi sínu, Active, í Reykjavík, og kynnti sér
veiðar breska togara við Island og deilurnar, sem þær höfðu vakið.
Virðist hann einkum hafa fræðst um málið af viðræðum við Spence
- Paterson konsúl og breska togaraskipstjóra. Hinn 5. júlí 1896 tók
Atkinson sér penna í hönd og ritaði flotamálaráðuneytinu langt
bréf, sem bar yfirskriftina Athugasemdir um fiskveiðar á íslandi.
Bréfið er stórfróðleg heimild um það, hvernig málin horfðu við
yfirforingjanum, og hljóðar það svo í íslenskri þýðingu:
Erfitt er að tilgreina nákvæmlega fjölda þeirra bresku fiskiskipa, sem nú
stunda veiðar við íslandsstrendur, en samkvæmt upplýsingum togara-
manna og annarra munu milli 30 og 40 gufutogarar að jafnaði vera á veiðum
og á Ieið til og frá miðunum. Þeir eru frá Hull, Grimsby og Boston.
Togararnir eru 4-5 daga á siglingu hvora leið og fiska í fullfermi á u. þ.