Skírnir - 01.09.1987, Page 57
SKIRNIR
SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA
263
Jónsson á Skarðsá (1574-1655). Frá þriðja skeiði móðurfaðir minn
Guðlaugur Asmundarson (1858-1943) og föðursystir mín Friðrika
Jónsdóttir (1877-1979).
Ari fróði ritaði Islendingabók á árunum 1122-33. En hann hefur
með vissu hafið fræðastörf sín alllöngu fyrr, því að allir helstu
heimildarmenn hans létust seint á 11. öld eða í byrjun hinnar 12.
Þuríður Snorradóttir dó 1112. Ulfhéðinn lögsögumaður lét af
starfi 1116 og andaðist á dögum Gissurar biskups að sögn Hungur-
vöku, það er að segja fyrir 1118.
í bókinni reynir Ari að skorða tímatal helstu atburða íslands-
sögunnar, einkum varðandi kristni og kirkju. Fyrsta ártal sem hann
greinir er um upphaf íslands byggðar sem hann miðar við dráp Ját-
mundar hins helga árið 870. Upptalning lögsögumanna og emb-
ættistíð hvers þeirra myndar nokkurskonar beinagrind tímatals-
ins. Fall Olafs konungs Tryggvasonar varð árið 1000 og kristnitak-
an á íslandi sama sumar. Aldamót, það er að segja upphaf nýrrar
tunglaldar, urðu árið 1120. Við þessa keðju eru miðaðar flestar
tímasetningar bókarinnar, en einnig að nokkru við lífstíð Haralds
konungs hárfagra, en hún er ekki nákvæmlega skorðuð upp á ár.
Lítum á hinar sögulegu staðreyndir sem Ari skýrir frá. Þær eru
fengnar frá heimildarmönnum sem hann velur vandlega og segir
deili á. Oft getur hann þess líka hvaðan heimildarmennirnir fengu
fróðleik sinn. Stöku sinnum vitnar hann aðeins til „spakra manna“
eða sögusagna: „er sannliga er sagt“, „svo er sagt“.
Ef við gerum ráð fyrir að Ari hafi verið að skjalfesta fróðleik sinn
kringum eða laust eftir 1100, þá eru liðin um 230 ár frá landnáminu.
Hann hefur svo mikið við að leiða til vitnis þrjá helstu heimildar-
menn sína: Teit fóstra sinn, Þorkel föðurbróður sinn og Þuríði
Snorradóttur goða. Minningin hafði sérstök skilyrði til að varð-
veitast þar eð hún varðaði upphaf þjóðarinnar, og hún er tengd
frægu píslarvætti í nágrannaríki sem þegar hafði verið tímasett í
riti; en þó segir Ari aðeins: „í þann tíð“ sem vafalaust merkir „um
þær mundir" (er Játmundur hinn helgi var drepinn). Um Ingólf
segir hann það eitt að hann var „maður norrænn“, það er að segja
norskur, og að hann „byggði suður í Reykjarvík".
Síðan kemur setning Alþingis, og er hún ekki ársett. Ulfljótur
sem lögin flutti frá Noregi er kallaður „maður austrænn“ (líklega