Skírnir - 01.09.1987, Síða 31
SKIRNIR
SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA
237
Erik Björner út veglegt saín slíkra sagna, Nordiska kámpadater, og
fylgja þýðingar á sænsku og latínu. Islendingurinn Þormóður
Torfason, sem latínugerði nafn sitt Torfæus (1636-1719), setti
saman á latínu mikil rit um sögu Danmerkur og Noregs eftir ís-
lenskum sögum.
En þegar hér var komið sögu var tekið að örla á gagnrýni á heim-
ildargildi sumra hinna fornu sagna. Einna fyrstur til að rengja Is-
lendingasögur var Arni Magnússon sem frægastur er fyrir hand-
ritasöfnun sína. Hann mat sögurnar eftir heimildargildi en ekki eft-
ir frásagnarlist:
Flestar af vorum íslensku sögum eru skrifaðar af hominibus historices
penitus ignaris et chronologiæ imperitis. Eru þar í mesta part scitu indigna,
amplificeruð með ærnum orðafjölda, item res confusissime tracteraðir, og
margt aukið og ósatt, íslenskir stulte eveheraðir. Flestar eru og skrifaðar so
seint að authores kunnu ei vel vita veritatem gestorum.
I íslenskum sögum eveherast stulte Islandi og þeirra meriter, eins og þeir
væri öllum nationibus fremur. Framar öðrum hefur Njálssögu author verið
blygðunarlaus þar í, í mörgum stöðum, og er það eitt argument til að Sæ-
mundur fróði sé ei hennar author, því af honum er að vænta meiri greind-
ar.4
í þessum sagnfræðilega dómi var Árni langt á undan sínum tíma,
eins og nú mundi sagt. Hann birti þó lítt á prenti og hafði því minni
áhrif en vert hefði verið. En á 17. öldinni urðu nýjar menntahreyf-
ingar til að raska trúnni á sögurnar. Upplýsingarstefnan eða
fræðslustefnan leysti fornmenntastefnuna af hólmi. Menn vildu
horfa til nútíðar ekki síður en til fortíðar og tóku að efast um sann-
gildi fornra sögurita, jafnvel sjálfrar Biblíunnar. Nokkur tímamót
urðu í norrænni söguskoðun þegar ungur Svisslendingur, Paul
Henri Mallet, kom með nýjar hugmyndir að sunnan og gerðist
prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn 1752. Hann samdi
nokkur rit um sögu Danmerkur og norræna goðafræði og bók-
menntir. Fyrst þessara rita var Introduction a l’histoire de Dann-
emarc (1755), og ber hann þar fram skynsamlega gagnrýni á heim-
ildargildi íslenskra fornsagna. Aðrir tóku upp hanskann fyrir sög-
urnar, og var slíkum rökræðum fram haldið til upphafs 19. aldar.
Þá breyttist enn að nýju viðhorfið til sagnanna.