Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 45
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA
251
Þar má sjá ýmis lögmál um varðveizlu arfsagna. í Arons sögu er tímatal
víða óljóst og úr skorðum gengið. Ymis smáatriði, sem Sturla kunni að
segja frá, hafa horfið úr minni manna. Hins vegar hafa önnur atriði stækkað
og fengið á sig nokkurn ýkjublæ. [...] En aðalatriði sögunnar hafa þó hald-
izt rétt að mestu leyti. Annars er rétt að hafa í huga, að sumt af efni Arons
sögu getur vel verið runnið frá íslendinga sögu, þótt höfundurinn hafi ekki
haft hana í höndum við samninguna og jafnvel aldrei lesið hana. Ef svo
skyldi vera, er minna upp úr Arons sögu að leggja en ella sem heimild um
varðveizlu arfsagna.23
Undirritaður hallast að því, þótt hér sé ekki rúm til rökstuðn-
ings, að arfsagnir Aronssögu séu óháðar Islendingasögu Sturlu og
samanburður því marktækur. Hinsvegar er miklu skemmra liðið
frá atburðum í Aronssögu en í íslendingasögunum eða aðeins 80-
100 ár. Aronssaga er, þrátt fyrir ýkjur og missagnir, nærri því að
geta kallast samtíðarsaga.
Brýryfir aldir
Eitt merkilegasta dæmi um tvennar munnmælasagnir kemur fram
í sögunum frá Grænlandi og Vínlandi, Grænlendingasögu og
Eiríkssögu rauða. Ovíst er hvenær sögurnar voru færðar í letur, en
talið að þær séu frá 13. öld og þá fremur frá fyrra en síðara hluta
aldarinnar.24 Stórfróðlegt er að bera sögurnar saman, einkum frá-
sagnir af landafundunum í Ameríku og frásagnir af svokölluðum
Lýsufjarðarundrum, en þar er lýst drepsótt og afturgöngum fólks
líkt sem í Fróðárundrum. í báðum sögum eru að miklu leyti sömu
persónur og atburðir, en þó eru frásagnir að sumu leyti ólíkar. At-
burðirnir gerðust í byrjun 11. aldar, og séu sögurnar ritaðar laust
eftir 1200 þá eru liðnar rúmar tvær aldir.
í Eiríkssögu villist Leifur til ókunnugs lands; „voru þar hveiti-
akrar sjálfsánir og vínviður vaxinn.“ A leiðinni heim til Brattahlíð-
ar á Grænlandi fann hann menn á skipflaki - „og var jafnan síðan
kallaður Leifur hinn heppni." Leifur sinnir hinu nýfundna landi
ekki meir, en nafnið Vínland kemur til sögu sem alkunnugt sé þeg-
ar Þorfinnur karlsefni fer að kanna landið. A leiðinni suður fundu
þeir Karlsefni og menn hans Helluland og Markland.