Skírnir - 01.09.1987, Side 199
SKIRNIR
RITDÓMAR
405
í „Húmi 11“ (bls. 50) er hins vegar eins og brageigindirnar og sú skraut-
lega málnotkun sem Stefán Hörður hefur tamið sér í lengri ljóðum sínum
taki völdin. Stuðlarnir verða of einsleitir og áberandi, og hljómurinn þar
með full þvingaður. Auk þess lætur skáldið freistast af orðinu „hvirfil-
vængur“ sem er í sjálfu sér hljómfagurt og skáldlegt, en bætir í raun og veru
engu við myndina sem upp er dregin, skyggir einungis á önnur orð og veik-
ir þar með heildaráhrif ljóðsins.
Hve hljótt
hvarflar fræið á hvirfilvæng
hverfula nótt um sumar
Stefán Hörður Grímsson er framar öðru ljóðrænt skáld sem grundvallar
list sína meir á myndsmíðum og líkingum en beinni frásögn. Að hætti
margra íslenskra nútímaskálda er þetta myndmál iðulega sótt til hljóðlátrar
og óspilltrar náttúrunnar, veruleika sem skáldið horfir til með söknuði og
eftirsjá eða þráir að mega renna saman við. Þetta tengir skáldskapinn óneit-
anlega sterkum böndum náttúruljóðum fyrri alda, klassískum, rómantísk-
um, nýrómantískum, og sýnir svo ekki verður um villst samhengið í bók-
menntunum. Þrátt fyrir ólíkar stefnur og misstríða strauma í lista- og
menningarmálum taka tilfinningar skáldanna greinilega engum gagngerð-
um stakkaskiptum í tímans rás. Gott dæmi þessa er ljóðið „Næturbón“
(bls. 18).
Andvari ferðastu ljúft
um þínar mýrar,
líð yfir maraskóga
og gáraðu ekki tjarnir.
Svefnlausi andi
leita þér hvíldar í sefi.
Sjá úthafið blundar í nótt,
það stirnir á þaninn kviðinn.
Við lestur þessa ljóðs hvarflar hugurinn ósjálfrátt til alþekktrar nætur-
stemningar Goethes: „Uber allen Gipfeln ist Ruh“. Hér er sama knappa en
líðandi ljóðform, sama sálgæðing náttúrufyrirbæra sem hafa lagst eða eru í
þann veginn að leggjast til hvíldar, sama hógværð kyrrláts mælanda sem
gefur sig friði næturinnar á vald.
Þessi klassíska ljóðlist, með ástina eða náttúruna sem yrkisefni og borin
uppi af einföldu, hófstilltu myndmáli, hefur e. t. v. aldrei verið jafnáber-
andi í ljóðabókum Stefáns Harðar og í Tengslum. Innan þeirrar hefðar eru
mörg af allra bestu ljóðum bókarinnar ort, svo sem „Fangamark",
„Flúðin“, „Að farga minningu" og „Skírsla".