Skírnir - 01.09.1987, Side 140
346
SIGURBJÖRN EINARSSON
SKIRNIR
Þeir atburðir, sem greina frá Jesú Kristi, eru lykillinn að öllu máli
hennar. Og sú atburðarás gerir tilkall til þess að vera raunveruleg
saga.
Sú kristin trúarjátning, sem mest er notuð og flestum kunn, hin
s.n. postullega trúarjátning, er að stærstum hluta upptalning á
sögulegum atriðum. Menn hafa stundum hnotið um það, hvað þar
er tekið fram og hverju sleppt. En það er íhugunarvert, að uppi-
staða hennar er einmitt saga, jarðnesk lífssaga: Jesús, Guðs sonur,
er fæddur, dáinn, upprisinn og til himna stiginn. Það gerðist allt hér
á jörð. Og þetta er ekki játað sem skáldleg tjáning á óáþreifanlegum
efnum, ekki sem tákn um lögmál lífs og dauða, heldur er hér um að
ræða alvöruviðburði í veraldarsögunni. Viðburðirnir eru blátt
áfram raktir, án túlkunar, með beinni skírskotun til sögulegrar og
almennt viðurkenndrar viðmiðunar. Þar með er sagt fyrirvaralaust,
að ef þetta er ekki satt í vísindalegri merkingu orðsins, ef það gerð-
ist ekki, sem þarna er rakið, þá er það markleysa, sem verið er að
fara með.
Það er m. ö. o. ekkert handahóf, hvernig uppistaða þessarar
fornu játningar er mótað. En málið hefur annan flöt: Þessi stutta
samantekt sögulegra atriða er ekki flutt sem útdráttur úr annál,
heldur einmitt sem játning. Og játning í kristinni merkingu er til-
beiðsla, lofgjörð. I þessari trúarjátningu er dregið saman í fáeinar
málsgreinar það, sem kristnir menn vilja þakka Guði sínum framar
öllu öðru. Það sem gerðist á sviði jarðneskrar sögu hefur lokið upp
veruleik handan rúms og tíma, skapað veruleik, sem vera mín er að
játast, tengjast og tileinka sér. Þar er merking fólgin, sem Guð hef-
ur skráð og er að þýða fyrir mig um leið og ég stafa letrið eftir
honum.
Það sem nú var sagt varðar Biblíuna í heild og réttan skilning á
henni. Hún hefur verið krufin og rýnd með vísindalegum aðferð-
um meira en nokkur önnur trúarbók, hún hefur orðið að standa
fyrir máli sínu sem heimild um söguleg efni, menn hafa haft hlið-
sjón af henni við fornleifarannsóknir og borið upplýsingar hennar
saman við aðrar heimildir.
Þetta efni er áfram á dagskrá. Nýverið mátti lesa þá frétt í blaði
(Þjóðviljanum), að nú hefðu vísindamenn sannað, að frásögn Bibl-