Skírnir - 01.09.1987, Side 20
226
GUÐRUN KVARAN
SKÍRNIR
ingar Rasks eiga rætur að rekja til ritdóms Grimms, en ekki tók
hann tillit til alls þess er Grimm fann að. T.d. heldur hann hugtak-
inu göthisk þar sem Grimm vildi nota germanisch og segir:
ty Germaniskt, som nágra Tyskar velat kalla den, innefattar endast den ena
hálften, som ár motsatt den Skandinaviska, och kan sáledes ingalunda an-
vándas om densamma. (Rask 1818:VI)
Fyrsta hluta breytti hann talsvert, bætti inn kafla um rúnir og
endurskrifaði framburðarlýsinguna. Nýir eru einnig kaflarnir um
fornan framburð og hljóðbreytingar. I stað samanburðarins við
dönsku er nú svipaður samanburður við sænsku.
I öðrum hluta er einnig nokkuð um breytingar og endurbætur.
Nú er ekki lengur talað um óákveðna beygingu, heldur beygingu
án greinis, röð falla er nf., þf., þgf., ef. eins og Grimm hafði kosið
í stað nf., ef., þgf., þf. áður. Grimm á þó lítinn þátt í þessari ákvörð-
un Rasks því að í áðurnefndu bréfi til Blochs er hann kominn á þá
skoðun að þetta sé einmitt eðlileg röð fallbeygingar (Breve 1:65).
Hann breytir hins vegar ekki röð kynja að tillögu Grimms, en gerir
rækilega grein fyrir afstöðu sinni. Hún er sú sama og í bréfinu til
Blochs. Rask heldur einnig skiptingu í átta beygingarflokka, en
viðurkennir að vel megi komast af með sex eins og Grimm stakk
upp á. Röð flokkanna er orðin önnur, og þeim er nú deilt á tvo yfir-
flokka, þ.e. fyrstu þrír (det enklare systemet) teljast til veikrar
beygingar, hinir fimm (det konstigare systemet) til sterkrar.
A kaflanum um sagnir hafa verið gerðar talsverðar breytingar,
og er sögnum skipt í tvo aðalflokka eins og nafnorðum, veikar
sagnir saman í öðrum, en sterkar í hinum.
Rask hefur einnig unnið upp og skrifað að nýju þá fjóra hluta
sem eftir eru, skipt um dæmi og bætt inn köflum til frekari skýring-
ar. Kaflann um færeysku fellir hann alveg niður.
Af því sem dregið hefur verið fram sést að Anvismng er í raun og
veru ný bók og því meira en endurbætt þýðing eins og stendur á tit-
ilblaði. Níu ár liðu frá því að Vejledning fór í prentun og þar til An-
visning kom út. Á þeim árum hafði Rask fengizt á margan hátt við
athuganir á íslenzku. Hann hafði dvalizt nokkur ár í landinu og
bætt við þekkingu sína á íslenzkum bókmenntum, fornmáli og
samtíma talmáli. Hann hafði fengið betri yfirsýn yfir beygingar-