Skírnir - 01.09.1987, Síða 178
384
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKIRNIR
og auðskilinn, vegna þess að hann hefur ekki of mikið undir; drepur að vísu
á margt úr heimspeki- og vísindasögu, en einbeitir sér að einu, hinni klass-
ísku heimsmynd, forsendum hennar og gagnrýni Kóperníkusar á hana. Eg
held að svona bók sé fróðlegri og meira menntandi en t. d. yfirlitsrit um
vísindasögu með jafnri áherslu á fjölda atriða.
A eftir meginmálinu koma sex stuttir viðaukar. Hinn síðasti er syrpa
biblíutilvitnana (og ætti kannski betur heima í seinna bindinu), en fimm
þeir fyrri fjalla um tæknileg atriði sem höfundi hefur þótt of þung til að fella
í meginmálið. Þó er að vissu leyti skaði að hafa þessar lýsingar ekki á sínum
stað í samhengi bókarinnar.
Þá koma tilvísunargreinar aftanmáls, röskar sex smáleturssíður, aðallega
heimildavísanir. Kerfisbundið er vísað til heimilda að orðréttum tilvitnun-
um (einnig að myndum, en það er gert í hverjum myndatexta, hefur þó
gleymst á bls. 152 og 182), líka að öðrum efnisatriðum þegar sérstök ástæða
er til. Stundum fylgja athugasemdir frá eigin brjósti höfundar,4 og er alltaf
hætt við að slíkt fari fram hjá lesendum þegar það er grafið í aftanmáli.
Síðan fylgir heimildaskrá, geysilöng og ekki einskorðuð við tilvitnuð rit;
sérstaklega er gagnlegt hve mikið hér er tilgreint af ritum á íslensku.
Enn kemur smáletursbálkur: skýringar helstu fræðiorða á rúmum sex
síðum, og eru það meira en einberar orðskýringar, því að sumar eru með
„alfræðilegu ívafi“, þ. e. upplýsingum um fyrirbærin. Þetta er mjög gagn-
legt og vel til vandað, þótt sjálfsagt megi deila um einstaka óvenjuleg orð
sem hér er reynt að koma á framfæri („stærðarþrep“ í stað stærðargrádu,
svo að dæmi sé tekið, og er nýyrðið að sönnu rökréttara).
Og enn skrár: töfluskrá, myndaskrá og mjög rækileg nafna- og atriðis-
orðaskrá (sem ég er búinn að nota talsvert án þess að hún hafi brugðist mér
í neinu).
Allt þetta aftanmál, tilvísanir og skrár (nærri 40 síður af alls um 320 síð-
um bókarinnar) tilheyrir vönduðum heimanbúnaði fræðirits og ekki síður
þótt ætlað sé almenningi. Og raunar á það við um alla útgerð bókarinnar að
hún er hin vandaðasta, bæði af hendi höfundar og forlags. Myndskreyting
er t. d. töluverð, einkum teiknaðar skýringarmyndir sem koma sér víða
mjög vel til glöggvunar, en einnig myndir til upplífgunar. Fáeinar myndir
eru í litum, en auk þess eru kort og skýringarmyndir víða prentuð í bláum
lit ásamt svörtum og fer vel á því. Efnisatriði eru víða dregin saman í töflur,
handhægar til yfirlits. I spássíutextum er vísað á aðalatriði meginmálsins,
og kemur það sér vel þegar blaðað er í bókinni fram og aftur. Einnig er bún-
ingsbót að líflegum millifyrirsögnum. Svo spillir ekki að umbrot er vandað
og prófarkalestur góður.5
Um búning bókar varðar þó langsamlega mestu hvernig höfundur stílar
textann. Þar hefur Þorsteinn lagt sig verulega fram, enda er það, segir hann
í formála (bls. 8), „einn tilgangur þessarar bókar [...] að láta reyna á það,
hversu beita megi íslensku nútímamáli við efni af þessum toga“. Hann