Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 71
SKIRNIR
BRÓKLINDI FALGEIRS
277
arar grótesku hefðar er fjölmennt borðhald, þar sem alls kyns fólk
er samankomið. Allir sitja við sama borð. I þessu borðhaldi er mik-
ið etið og drukkið, mikið um glaum og gleði.
I frásögn Sturlungu af hinu fræga Reykhólabrúðkaupi árið 1119,
sem jafnframt er ein fyrsta og merkasta heimildin um íslenska
sagnaskemmtun, er að finna mjög sláandi lýsingu á gróteskri
gleði.20
Sagan segir að í þessari veislu hafi verið þröngt setið á bekkjum.
„Þar váru tilföng bæði góð ok gnóglig ok gengu ósparliga," segir
þar. „Skorti ok eigi drykk góðan" (24). Meðal boðsgesta er Ingi-
mundur prestur, sem svo er lýst:
Ingimundr var it mesta göfugmenni, skáld gott, ofláti mikill bæði í skap-
ferði ok annarri kurteisi, inn mesti gleðimaðr ok fekk margt til skemmtun-
ar. Hann var inn vitrasti maðr ok helt sér mjök til vinsælda við alþýðu.
Hann var ok mikils virðr af mörgum mönnum göfgum. (23)
Annar gestur er Þórður Þorvaldsson, sem sagður er einn mesti
virðingarmaður veislunnar. Um þennan mikla virðingarmann er
það m. a. sagt, að hann „kenndi nökkut innanmeins ok var því ekki
mjök matheill ok nökkut vandblæst at eta slátr, því at hann blés svá
at sem hann hefði vélindisgang ok varð þá nökkut andrammr“ (24).
Er á líður veisluna gerast menn málgir og ákaflega drukknir. Um
það segir sagan, „at hverr stingi annan nökkuru hnæfilyrði“, og
bætir síðan við „— ok er þó fátt hermt af þeira kerskiyrðum í þessari
frásögn" (24). Ingimundur prestur situr við hlið Þorgils Oddason-
ar og gegnt þeim Þórður sá sem í meltingarerfiðleikunum á. Upp-
hefjast nú yrkingar um andfýlu, fretgang og ropa, við mikinn fögn-
uð veislugesta. Um þetta segir:
Þess er getit, at Ingimundr prestr laut at sessunaut sínum ok mælti við
hann, svá sem hinn spyrði:
Hvaðan kennir þef þenna?
Þórðr andar nú handan.
Ok verðr at hlátr mikill, ok er næsta gerr at þessu gyss mikill. Ok er því
léttir, þá kveðr Þórðr í mót: