Skírnir - 01.09.1987, Qupperneq 136
342
SIGURBJÖRN EINARSSON
SKÍRNIR
unni. Og möndullinn í því drama er Kristur, saga hans. Hann er
hvörfin í sögunni, sem spannar tilveruna frá upptökum að ósi. Jes-
ús Kristur er Orðið, sem birtir Guð til þeirrar hlítar, sem auðið má
verða í þessum heimi. Hann er í senn myndin af sönnum Guði kær-
leikans og hinum sanna manni. Og ekki mynd til að horfa á eða dást
að, hann er dynamis þeou eis sóterían - svo ég grípi til móðurtungu
heimspekinnar jafnt sem guðfræðinnar - kraftur Guðs til hjálp-
ræðis. Þannig er hann með oss alla daga, allt til enda veraldar, eins
og hann sagði sjálfur, upprisinn frá dauðum.
II
Ég hef hér í sem fæstum orðum bent á frumatriði kristinnar trúar,
kjarnaatriði. Og það má ég fullyrða - með ummæli mín áðan í huga
- að þessi trú er lifandi sannfæring mikils fjölda nútímamanna,
vísra og fávísra.
Það út af fyrir sig sker auðvitað ekki úr um það, hvort þessi trú
sé sönn. Sannleikurinn á ekki líf sitt undir því, hvernig atkvæði falla
um hann. Kristin trú er þess fullviss, að hún styðjist við og geti bent
á almenn rök fyrir sanngildi sínu, sem standist fyllilega samanburð
við þá rökvísi og skynsemi, sem hver önnur lífsskoðun á við að
styðjast. En hún byggir ekki á því. Hún er í eðli sínu mjög persónu-
legt tilboð, sem höfðar til dýpstu lífsraka í verugrunni mannsins, til
lífsþarfar mannlegrar sálar eða mannshjartans, persónukjarnans,
sem er að baki alls, sem hann hugsar, skynjar, þráir og líður. And-
svarið við því tilboði er val, sem byggist á tiltrú og getur ekki, frem-
ur en önnur persónuleg tiltrú, sannað sig nema með því, hvernig
hún reynist. Sjálfur sagði Jesús: Sá sem vill gjöra vilja Guðs, mun
komast að raun um, hvort kenning mín er frá Guði eða ekki (sbr.
Jóh. 7,17).
Enginn mannlegur dómstóll sker úr, þegar spurt er um hinstu
rök. Hver lífsskoðun, sem felur í sér úrslitasvör, er trú. Þar getur
enginn skírskotað til þekkingar eða vísinda um gildan úrskurð.
Ekki heldur sá, sem játar þá trú, að öll svör séu marklaus, ekkert
svar sé til.
Þessi staða er ekki ný. En vafalaust er það rétt, að kristin trú á