Skírnir - 01.09.1987, Side 191
RITDÓMAR
SKÍRNIR
397
leikbókmenntum okkar. Sá sem hér heldur á penna er og þeirrar skoðunar.
Og sú skoðun styrkist fremur en hitt við að kynnast því á bók.
Tvær tilvitnanir fylgja leiknum úr hlaði. Hin fyrri er dómsdagsspádóm-
urinn um reiðinnar dag, alþekktur úr sálumessum hinnar kaþólsku kirkju
og kenndur ítölskum fransiskanamunki Tómasi frá Celanó: Dies irae, dies
illa, solvet saclum infavilla eða Dagur reiði, dagur bræði, drekkir jörð með
logaflæði. . .
Hin síðari tilvitnunin hljóðar svo:
Hún er stödd hjá tré, sem var fegurst allra trjáa. Það var eins og
huggun sem sagði að enn væri til fegurð, þrátt fyrir allt. Og hún gaf
sig á tal við lífið: „Þú hefur gefið mér margt og sagt mér hvers virði
allt er, en eitt met ég mest.“ - Lífið langaði þá til þess að vita hvað af
þess miklu auðæfum væri dýrast. „Fagra líf,“ sagði hún, „ef mér væri
ekki gefinn skilningur væri ég eins mikil þögn og dauðinn.
Það þarf víst ekki mikinn spádómsanda að geta sér þess til, að þessi
kenniorð séu ekki valin af handahófi. Síðari tilvitnunin er svo lögð í munn
einni persónu leiksins, Oldu (bls. 91), en eru sótt í „Hláturhins liðna“ eftir
Sigríði Freyju Sigurðardóttur í tímaritinu Líf og list 1950; leikritið allt er
reyndar ritað í minningu Sigríðar, systur höfundarins. A öðrum stað í
leiknum eru sömu persónu, Öldu, lögð eftirfarandi orð í munn:
Og hann leiddi mig burt svo enginn heyrði til okkar og sagði mér frá
landinu. I þessu landi hafði verið logið mikið og svikið mikið og
hatað. Þar fannst ekki lengur dagur blíðu og dagur gleði og dagur
sannleika. Ekki heldur dagur vonar. Og mennirnir höfðu verið
hættulegir hver öðrum um langa hríð. Allt í kringum þá voru
sprottnir viðurstyggilegir skógar sem engin leið var að rata um.
Loks varð sólinni nóg boðið. Hún neitaði að koma upp og skína á
þetta fólk. (bls. 70)
Leikurinn ber heitið Dagur vonar og því er freistandi að fá hér leiðsögn
til skilnings á verkinu. En fyrst skulum við lítillega huga að stöðu Birgis í
íslenskri leikritunarsögu.
íslensk leikritun
Því verður varla á móti mælt af nokkurri sanngirni, að fjörkippur hafi færst
í íslenska leikritun á undanförnum tveimur áratugum. Ef brugðið er á töl-
fræði og borið saman við fyrri tímabil í íslenskri leikritunarsögu - jafnvel
annan áratuginn, sem þó hefur stundum með nokkrum rétti verið kallaður
Islenska tímabilið - þá er ljóst, að leikritun hefur vaxið hér að undanförnu,
að minnsta kosti að umfangi. Þannig voru á fjórum árum, 1971-75, frum-
flutt á leiksviði að minnsta kosti 23 ný íslensk ieikverk (og er þó sennilega