Skírnir - 01.09.1987, Page 29
SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA
SKÍRNIR
235
ur ekki alltaf verið nógsamlega gætt hver munur er á heimildargildi
samtíðarsagna og fortíðarsagna.
Sögur Noregskonunga eru til samfelldar að kalla má, frá grárri
forneskju og fram til dauða Hákonar gamla 1263. En milli Islend-
ingasagna og samtíðarsagna er eyða á seinna hluta 11. aldar og fyrra
hluta þeirrar 12. Venjulega er talið að öld Islendingasagna- „sögu-
öldinni" - ljúki um 1030. Ein saga einkum teygist þó dálítið fram
yfir þann tíma, Ljósvetningasaga (sjá hér á eftir). Tvær sögur gerast
um og skömmu eftir 1100, en hvorug þeirra er eiginleg samtíðar-
saga, því að þær eru ekki ritaðar fyrr en á 13. öld (sjá síðar). Næst
þeim í atburðaröð er Sturlusaga, og munu allir fúsir að trúa því að
hún sé raunveruleg samtíðarsaga. En meginatburður hennar,
„heiðarvígið“, gerist ekki fyrr en 1171 og Deildartungumál enn
síðar. Ef miðað er við Sturlusögu verður gapið milli fortíðarsagna
og samtíðarsagna, milli sögualdar og Sturlungaaldar, svo sem 120-
140 ár. Aður höfðu menn þá skýringu á þessu sagnalausa tímabili
að kristnin hefði haft svo siðbætandi áhrif á landsfólkið að lítið
hefði verið um ófrið og vígaferli og því ekkert efni í sögur. Var
tímabilið samkvæmt því kallað „friðaröldin“ í sögubókum. En nú
leggja menn lítinn trúnað á þessa skýringu, enda sýna fáorðar
heimildir (annálar) að ýmsar skærur hafa gerst sem hefðu mátt
verða efniviður í sögur. Þessi eyða í sagnaritunina bendir til þess að
Islendingasögur hafi frá öndverðu verið sérstæðar bókmenntir,
nokkuð frábrugðnar samtíðarsögum, og hafi þær ef til vill ekki þol-
að birtu of mikillar nálægðar.
Trú og vantrú
Aður en lengra er haldið skal stuttlega vikið að skoðunum manna
fyrr og síðar á sannleiksgildi fornsagnanna, einkum Islendinga-
sagna. Þessar skoðanir hafa gengið nokkuð í öldum eftir þeim
menntastefnum sem drottnuðu á hverju tímaskeiði.
Ætla má að í fornöld, þegar sögurnar voru færðar í letur, hafi
menn þóst fara nokkuð nærri um sannleiksgildi tiltekinna sagna, en
þó munu menn þá sem nú hafa verið misjafnlega trúgjarnir. Þetta
kemur fram í frásögn Þorgilssögu og Hafliða af Reykhólabrúð-