Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 164
370
JÓN Þ. ÞÓR
SKÍRNIR
meginreglur, sem gilda um fiskveiðar annars staðar í heiminum og vakið
upp ýmsar spurningar. Þásagði hann: „Eg heiti því, að ef bresku togararnir
virða þessa línu, skulu þeir fá að koma til allra íslenskra hafna og notfæra
sér það, sem þær hafa upp á að bjóða, án þess að þurfa að óttast sektir eða
óþægindi. A móti verðið þér að heita mér því að flytja mál Islendinga við
bresku ríkisstjórnina, og beita áhrifum yðar til að tryggja okkur þessa íviln-
un.“ Eg kvaðst ekki geta lofað neinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, en ég
myndi vissulega.taka málið upp við hana eins og hann óskaði og hefði þegar
skrifað henni um, að ef það bryti ekki í bága við alþjóðareglur, væri það
vissulega þess virði að styðja íslendinga með þessum hætti. Að því búnu gaf
ég út tilkynningu til togaraskipstjóranna [. . .] en tjáði landshöfðingja
jafnframt, að engin lög gætu skyldað þá til að fara eftir henni, en þeir hefðu,
að örfáum undanskildum, lýst sig fúsa til að þiggja slíkt boð.34
Þetta bréf er merkileg heimild og sýnir, svo ekki verður um
villst, að þeir Atkinson og Magnús hafa komist að samkomulagi á
fundi sínum 10. júlí. Það var munnlegt, byggðist á gagnkvæmu
trausti tveggja heiðursmanna, og ekki fer á milli mála, að lands-
höfðingi hefur treyst Atkinson betur en öðrum til að tala máli Is-
lendinga við bresk stjórnvöld.
Þegar samkomulag hafði náðst var erindi Atkinsons til íslands í
raun lokið. Flotadeildin létti akkerum hinn 13. júlí og sigldi út á
Faxaflóa, þar sem sjóliðarnir æfðu sig í að skjóta úr fallbyssum.
Auk þess var haft samband við þá togaraskipstjóra, sem voru að
veiðum í flóanum, og þeim skýrt frá samkomulaginu. Að því búnu
héldu herskipin vestur og norður um land, en þaðan var siglt norð-
ur undir Jan Mayen og síðan til Flammerfest í Noregi.35
IV
Áður en skilist er við það mál, sem hér hefur verið gert að umtals-
efni, er vert að hyggja lítið eitt að því, hverju upplýsingarnar, sem
skjöl breska flotamálaráðuneytisins geyma, bæti við þekkingu
okkar á heimsókn bresku flotadeildarinnar til íslands sumarið
1896, tildrögum hennar og tilgangi.
Fyrsta, og ef til vill veigamesta atriðið er, að hugmyndin um að
Bretar sendu hingað herskip virðist hafa verið komin frá Dönum.
Nellemann íslandsráðgjafi virðist að vísu hafa verið lítt hrifinn af
hugmyndinni, en Reedtz Thott forsætisráðherra var henni fylgj-