Skírnir - 01.09.1987, Page 72
278
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Andi es Ingimundar
ekki góðr á bekkjum.
Ok af þessum áköstum tekr heldr at grána gamanit, ok koma kviðlingar
við svá. Þá var þetta kveðit til Þórðar:
Rymr í barka
ríkismanni.
Glitar skallinn við
á goða yðrum.
Hér hlær Þórðr mjök at þessum kviðlingi ok kveðr þegar í mót:
Vaxa blástrar
á bekk þaðra.
Raunillr gerisk þefr
af ropum yðrum.
(24-25)
Svo fara leikar að Þórður hrökklast úr boðinu og er hann leiddur
út með kviðlingum um illan þef og þingheim er allur tók sér „of nef
fingrum" (26). Síðan segir í beinu framhaldi af þessu að í veislunni
var nú „glaumr ok gleði mikil, skemmtan góð ok margs konar leik-
ar, bæði dansleikar, glímur ok sagnaskemmtan“ (27).
I þessari frásögn kemur fram bæði mikill og að því er virðist al-
mennur áhugi á gróteskri skemmtun, og ekki virðist það spilla að
það er höfðingi sem fyrir háðinu verður.
III
Flest einkenni grótesks raunsæis koma fyrir í Fóstbræðrasögu.
Fóstbræðurnir sjálfir eru dæmigert kómískt par byggt á andstæð-
um (sbr. Litli og Stóri, Gög og Gokke, Don Quijote og Sancho
Panza). Annar er stór og sterkur, telur það „vera svívirðing síns
krapts, at hokra at konum“, hlær sjaldan, leitar uppi bardaga, og er
sagður „óblíðr [...] hversdagsliga við alþýðu“ (128). Flinum er lýst
sem meðalmanni á vöxt (124), og ekki sterkum. Honum leiðist oft,
þykir dauflegt, og er á sífelldu kvennafari. Hann er auk þess eitt-
hvað sérkennilegur í útliti, sem ráða má af þessum orðum hans:
„„Auðkenndr maðr em ek,“ segir Þormóðr, „svartr maðr ok