Skírnir - 01.09.1987, Síða 145
SKÍRNIR KRISTIN TRÚ Á TÆKNIÖLD 351
mörkuð skynjun vor getur aðeins höndlað í einíaldasta formi, sú
vissa, sú tilfinning, er kjarninn í allri trú.“
Þeir miklu vitmenn, sem fyrr og síðar, einnig á vorum dögum,
hafa rýnt kristna trúarlærdóma, myndu fyrir sitt leyti taka undir
þessi ummæli. Það er mikilvægt að gera sér ljóst, að kristin kenning
eða trúfræðikerfi er ekki sömu ættar og fræðilegar formúlur um
þessa heims efni, heldur hógvær en nauðsynleg viðleitni til þess að
hugsa með kristinni kirkju í því skyni að gera sér grein fyrir lífsrök-
um hennar og sérkennum. Niðurstöður þeirrar viðleitni vísa í rétta
átt, ef vel er, en afhjúpa ekki leyndardóminn, þann Guð, sem eng-
inn fær til komist, sem enginn leit né litið getur (1. Tím. 6, 16), en
hefur gert sig kunnan á vettvangi mannlegs lífs á þann veg, að
mannsins reikula, skammsýna hugsun getur treyst honum.
Biblían og það málfar, sem mótast af henni, geymir stóran forða
af orðum og ummælum, sem eru ekki sönn, ef lagður er á þau mæli-
kvarði, sem gildir ekki um þau eða þau eru þýdd samkvæmt orða-
bók sem tekur til eðlisóskyldra sviða. Guð hefur ekki hendur,
augu, eyru, munn. Það er ósatt mál, ef miðað er við líffærafræði.
Alveg eins og það er ósatt, að konan mín hafi nokkurn tíma gefið
mér hönd sína eða hjarta, ef ekki er til önnur merking þessa og því-
líks orðalags en sú, sem gildir í læknisfræði um líffæraflutning. Ef
með barnatrú er átt við slíkan bókstaflegan skilning á orðalagi og
því haldið fram, að enginn sé kristinn, sem heyrir annað og tjáir
annað og meira í þess háttar máli en það, sem nærtækast er barni á
óvitaaldri, þá er það vitaskuld fjarstæða.
Guð Biblíunnar bannaði, að gerðar væru myndir af honum. I því
banni er fólgin sú vitneskja, að engin form og ekki heldur nein
hugtök rúmi hann. Það er guðlöstun að ætla sér að móta hann í ein-
hverja mynd, hvort sem væri með huga eða hendi. En hins vegar er
Biblían full af myndrænum líkingum, sem ætlað er að gefa til
kynna, hvers er að vænta af honum, hvernig hann kemur fram.
Hann hefur hönd, af því að hann grípur inn í, styður, leiðir,
hjálpar. Hann hefur augu, af því að hann fylgist með, vakir. Hann
hefur opin eyru, þegar hann er beðinn, hann hefur munn, af því að
hann birtir huga sinn og vilja. Allt eru þetta líkingar, teknar af
mannlegu reynslusviði, sem vitna um persónulegt viðhorf til per-
sónulegs, lifandi Guðs.