Skírnir - 01.09.1987, Síða 211
SKÍRNIR
RITDÓMAR
417
Þessi skoðun Þóris styrkist í ljósi bókarinnar allrar og mætti þá miða
upphaf nútímabókmennta við Jónas Hallgrímsson, en ekki Jóhann Sigur-
jónsson og Gunnar Gunnarsson eins og Matthías Viðar gerir í sinni bók. Sá
munur sem er á milli þeirra í þessu efni er eingöngu fólginn í gjörólíkum
forsendum. Þórir horfir á sögulega þróun mála; hvernig heimsmynd kirkj-
unnar hrynur með uppgangi upplýsingarstefnunnar, sem síðan festist í efn-
ishyggju sem rómantíkin rís gegn. Með öðrum orðum: rómantíkin sprettur
upp úr þeirri lífssýn að einstaklingurinn megi sín einhvers í skynjun sinni
á heiminum og eigin tilvist. En skilgreining Matthíasar er keimlík: að setja
megi upphaf nútíma í bókmenntum við það þegar líf hins einstaka er sett í
miðju og maðurinn öðlast þá skynjun að hann er einn og tilvist hans ein-
stök. Það er hins vegar lærdómsríkt og segir okkur ekki litla sögu um
tvenna tíma, að munurinn er fyrst og síðast fólginn í bjartsýni og svartsýni:
Rómantíkerar trúðu á manninn og mátt hans, en eins og Matthíasi verður
tíðrætt um eru nýmæli þeirra Jóhanns og Gunnars fólgin í því að benda á
magnleysi mannsins og þá tilvistarlegu skelfingu sem grípur hann þegar
hann uppgötvar að ekki einu sinni í ástinni getur hann nálgast aðrar mann-
eskjur eða gætt lífið merkingu.
I öðrum hluta bókar sinnar ræðir Þórir svo um ljóðagerð Gröndals og
skoðar hana í ljósi rómantíkur. Nú er það svo að þótt Benedikt Gröndal
hafi eitt sinn verið talinn í hópi höfuðskálda, þá hefur skáldskapur hans elst
fremur illa og er tæplega hægt að segja að erindi hans við samtímann sé
brýnt. Þórir stendur því frammi fyrir algengum vanda fræðimanna, -
freistingunni að „fegra“ viðfangsefnið, gera það meira að gæðum en það í
raun og sannleika er, þó ekki væri nema til þess að réttlæta ástundun þess
fyrir sjálfum sér. Þessa gryfju kann Þórir vel að varast. Hann skoðar
Gröndal út frá sögulegum forsendum hans tíma, sem vitanlega er eina færa
leiðin til þess að nálgast skáld, og fer ekkert í launkofa með það að frá sjón-
arhorni okkar tíma er mikið af kveðskap Gröndals óttalegt fimbulfamb.
Fyrst og fremst athugar Þórir ljóð hans í hugmyndasögulegu samhengi, en
einnig tekur hann mið af persónu Benedikts sjálfs, áhrifavöldum í lífi hans
og þróun hans í hugmyndalegum efnum.
Hann beitir því með vissum hætti ævisögulegri aðferð í rannsóknum
sínum, í bland við þá hugmyndasögulegu greiningu sem mest fer fyrir, eins
og áður sagði. Það er orðið tímabært að sú aðferðafræði njóti sannmælis
eftir andsnúna áratugi. Vissulega er beiting ævisögulegra þátta í bók-
menntarannsóknum vandmeðfarin; það er ávallt hætta á því að menn
gleymi skáldskapnum í eltingarleik við afmarkaða og alls ómerkilega þætti
í lífshlaupi skáldsins. En vitneskja um skáldið; lífsskoðanir þess, hvað það
las og skoðanir þess á bókmenntum yfirleitt, að ekki sé talað um rætur og
aðföng tiltekins verks, getur tvímælalaust orðið til skilningsauka á skáld-
skapnum. I þessu efni verða menn hins vegar auðvitað að kunna að greina
á milli þess sem er sparðatíningur og hins sem er mikilvægt.
Sé bók Þóris enn borinn saman við Matthíasar, þá sést hvað Þórir er í
27 — Skírnir