Skírnir - 01.09.1987, Side 163
SKÍRNIR
ÍSLANDSFÖR BRESKA FLOTANS
369
við aðrar þjóðir, ætti hann að beita neitunarvaldi gagnvart lögunum og gefa
út bráðabirgða reglugerð, sem bannaði togveiðar í landhelgi, uns nýtt
frumvarp yrði lagt fyrir Alþingi. Nellemann taldi hins vegar enga hættu á
ferðum og lét staðfesta lögin.
Þrátt fyrir þetta kveðst landshöfðingi ekkert hafa aðhafst í því skyni að
láta framfylgja 3ju greininni. A síðastliðnu ári hefðu margir togarar komið
inn til Reykjavíkur og verið látnir afskiptalausir (þetta er dagsatt), og hann
myndi ekki enn hafa framfylgt 3ju greininni, hefði Schwanenflugel skip-
herra á „Hejmdai“ ekki tekið togarana þrjá, er þeir sigldu milli Vestmanna-
eyja og lands. Er það fordæmi hafði verið gefið, taldi landshöfðingi sér ekki
stætt á öðru en að framfylgja 3ju greininni. Ég tel að þrýstingur almenn-
ingsálitsins hafi einnig haft áhrif á hann, en á þessum tíma ríkti hér mikil
andúð í garð togaranna. Landshöfðingi segist munu fagna því ef 3ja greinin
verði felld úr gildi og ég tel að henni muni ekki verða framfylgt til hins ýtr-
asta í náinni framtíð.33
Víst geta menn haft skiptar skoðanir á því, hvers vegna Magnús
Stephensen lét þessar upplýsingar um afstöðu sína og Nellemanns
til landhelgislaganna berast til Atkinsons, og danskir ráðamenn
hefðu trúlega kunnað honum litlar þakkir fyrir það. Sennilega hef-
ur hann með þessu viljað gefa breska yfirforingjanum í skyn, að
hann væri ekki harður fylgismaður 3ju greinarinnar, þótt hann hafi
talið sig tilneyddan til að framfylgja henni. Með því hvatti hann
Atkinson einnig til samkomulags, sem báðir sáu að varð að nást.
Og Magnús náði markmiði sínu. Hinn 10. júlí ræddust þeir Atk-
inson enn við og daginn eftir skrifaði yfirforinginn yfirmönnum
sínum í flotamálaráðuneytinu eftirfarandi:
Ég hef þann heiður að tjá flotastjórninni, að í gær hitti ég landshöfðingj-
ann yfir Islandi, Magnús Stephensen, að máli og ræddi við hann hin ýmsu
vandamál, sem skapast hafa vegna bresku togaranna. Landshöfðinginn
hafði skrifað W. Spence - Paterson ræðismanni bréf, sem samræður okkar
byggðust á, og ég sendi yður afrit af. Landshöfðingi tjáði mér, að þar eð
hans hátign, konungur Danmerkur, hefði staðfest íslensku landhelgislögin,
myndi Alþingi aldrei fallast á að fella 3ju grein þeirra úr gildi, nema tryggt
væri að togurunum yrðu bannaðar veiðar í ákveðnum hluta Faxaflóa. Is-
lendingar eru á hinn bóginn reiðubúnir til að framfylgja 3ju greininni ekki
og fella hana síðar úr gildi, ef þeim yrði tryggt, að togarar fengju ekki að
veiða austan línu sem hugsaðist dregin frá Ilunýpu (eða Brennunýpu, ná-
lægt þorpinu Keflavík) í Þormóðssker. Innan hennar mega línuveiðarar
veiða. Ég benti landshöfðingjanum á, að slík lína gæti brotið í bága við þær
24 - Skímir