Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 116
322
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
lífið, vitundin um veruleikann sem úrslitum ræður. Hvers konar
hughyggja er þetta? Sá sem prédikar að það að hugsa sé háttur á að
lifa kemst ekki hjá því að vera sjálfur hluti af því sem hann segir.
Hann er sjálfur hugsandi vera, hann ber sjálfan sig fram, staðhæfir
sjálfan sig. Hann segir „ég hugsa“ og allar verur sem skilja mig gera
slíkt hið sama, það er hugsunin sem gerir okkur að því sem við
erum. Þessi staðhæfing sprettur af yfirvegun og engu öðru. Hún
verður ekki sönnuð, ekki leidd af neinum frumlægari forsendum
eða dýpri sannindum, ekki staðfest nema með einum hætti: í
verknaðinum sjálfum að hugsa. Descartes orðaði þetta svo: „Je
pense, je suis“ - að vera til fyrir mig er að hugsa, ég er til svo fram-
arlega sem ég hugsa.16 Þetta er hvorki sannanleg staðreynd né held-
ur niðurstaða rökfærslu, heldur sannindi sem renna upp fyrirþeim
- og þeim einum — sem yfirvegar eigin athöfn, að hann hugsar.
Hugsunin er samofin lífi hans, það sem sérkennir líf hans, gerir það
markvert eða merkingarbært (og vegna þess að það er markvert eða
merkingarbært þá getur það verið marklaust og svipt allri merk-
ingu, tilgangslaust eða fjarstætt).
Af þessu sprettur „aðkastið" sem sá sem ber fram staðhæfingu af
þessu tagi kann að verða fyrir. Fólk vill ekki vera minnt á þá stað-
reynd að það er hugsandi verur. Hvers vegna ekki? Vegna þess að
þessi sannindi eru tóm. Það er gagnslítið og getur verið óþolandi að
hugsa „ég hugsa að ég hugsi að ég hugsi að o. s. frv.“ Um hvað
hugsar fólk í reynd og hver getur sagt því hvað það á að hugsa? Ná-
kvæmlega enginn. Staðhæfingin að listin að lifa sé framar öllu listin
að hugsa er inntakslaus staðhæfing að því er virðist. Hún getur
verkað á fólk eins og háfleygt kjaftæði, vegna þess að hún segir
hvorki hvernig á að hugsa né um hvað á að hugsa. Og fólk hefur um
nóg annað að hugsa en að það þurfi eða eigi að hugsa - hvað þá þeg-
ar því er bætt við að það eigi að hugsa af „einlægni, djörfung og al-
vöru“.
Hvað er að hugsa? Sá sem staldrar við þessa hugsun um hugsun-
ina veit að hún er á vissan hátt tóm, hann veit það því að hann veit
að öll hugsun er hugsun um eitthvað afmarkað, tiltekið. Eg hugsa
um vini mína og fjölskyldu, um hlutina umhverfis mig, um morg-
undaginn og gærdaginn, um ástandið í heiminum og um sjálfan