Skírnir - 01.09.1987, Side 121
SKÍRNIR TILVISTARSTEFNAN OG NORDAL
327
VI
I stað þess að reyna að binda alla skapaða hluti í lokað kerfi stað-
reynda eða hugtaka hefur tilvistarsinni grundvallaráform sem gef-
ur tilvist hans merkingu og tilgang. Sigurður Nordal hafði bersýni-
lega slíkt „tilvistaráform"22 sem kemur víða fram í ritum hans, en
þó hvergi skýrar en í íslenzkri menningu. Þar ætlar hann sér hvorki
meira né minna en gefa tilveru Islendinga merkingu og gildi í nú-
tímanum, skrifa málsvörn Islendingsins, svo notað sé hans eigið
orðalag. Og hann á það sameiginlegt með ýmsum öðrum tilvistar-
sinnum að hann lauk aldrei verki sínu. Líkt og Sartre var vanur að
semja bara fyrsta bindið í stóru verki sem hann sá fyrir sér,23 samdi
Sigurður aðeins fyrsta bindi íslenzkrar menningar. Að uppfylla
aldrei tilvistaráformið liggur í sjálfu eðli þess. Þetta áform beinist
að hinu óendanlega, það er viðleitni til að spanna lífið sjálft, gera
tilveruna skiljanlega í heild sinni án þess þó að loka lífið inn í ein-
hverju fræðakerfi. Enginn annar íslenskur rithöfundur mér vitan-
lega hefur svo greinilega slíkt tilvistaráform sem Sigurður Nordal
- og gerði sér jafn ljósa grein fyrir því. Hér snýr Sigurður Nordal
sér í senn til sögunnar og til eigin reynslu líkt og Kierkegaard,
Sartre og ýmsir aðrir tilvistarsinnar, einmitt af því að þeir hafa ekki
fræðikerfin að markmiði, heldur tilvistina eða lífið sjálft.
Tilveran sjálf, tilvist mín og þín, er röklaus í eiginlegum skilningi
þess orðs, hún verður ekki skýrð út frá neinu öðru — og þess vegna
verður hver einstakur maður að gefa lífinu merkingu. Að gera sér
grein fyrir þessu er að verða fyrir sérstakri reynslu af tilvistinni.
Heidegger kallar þessa reynslu „Befindlichkeit“, tilfinninguna fyr-
ir því að vera, líðanina.24 Þessi reynsla getur tekið á sig margar ólík-
ar myndir og verið skilin á ólíka vegu eftir því hvaða hugarástand
eða kenndir mönnum finnst mestu skipta. Otti, kvíði, leiði,
fögnuður, hrifning, gleði eru dæmi um tilfinningar sem geta öðlast
sérstaka þýðingu fyrir skilning manna á tilvistinni. Þessar kenndir
eru gerólíkar og það sýnir að tilvistina nema menn í grundvallarat-
riðum á ólíkan hátt. Einn leggur mest upp úr því sem gerir hjartað
órótt, annar á það sem friðar og sefar, hinn þriðji á það sem er ný-
stárlegt, óvænt og „frelsandi“, hinn fjórði á eitthvað enn annað,
o. s. frv. En ævinlega er um að ræða „tilvistarreynslu“ sem er
viðurkennd sem slík og talin hafa sérstaka þýðingu. Kierkegaard