Skírnir - 01.09.1987, Side 91
SKÍRNIR
ARFUR HEGELS
297
tölum Platons höfðu yfir sér, og mun það einkum hafa verið sök
Schopenhauers, sem var ekki maður sérlega mjúklátur í hátterni.
Heimspekilegur ágreiningur þeirra felst raunar ekki í því að þeir
mætist í mismunandi túlkun einhvers atriðis, heldur fremur í því að
þeir ganga í gjörsamlega ólíka átt. Sameiginlegur grundvöllur
þeirra er að vísu í heimspeki Kants, en þar sem Hegel sleppir hug-
myndinni um veruleikann í sjálfum sér að baki hinna skynjanlegu
fyrirbæra, þá leitar Schopenhauer einmitt að grundvelli veruleik-
ans að baki þeirra og gefur því sem Kant nefndi „Ding an sich“
ákveðið nafn. Þennan grundvöll veruleikans finnur Schopenhauer
á líkan hátt og maður sem tekur virki með því að grafa sig undir það
og koma síðan upp að baki þeirra sem verja það - eða með því að
sökkva sér í botn sinnar eigin vitundar og finna að baki hennar eða
undir henni það sem hann kallar lífsvilja eða lífshvöt (Wille zum
Leben). Schopenhauer túlkar síðan hinn sýnilega heim utan sín,
sem hlutgervingu þessarar lífshvatar.
Með því að leita grundvallar allra fyrirbæra og jafnvel eigin vit-
undar í einhverju blindu og myndlausu afli eða hvöt sem liggur að
baki þeirra, fer Schopenhauer öfuga leið, ekki einungis við Hegel,
heldur við vesturevrópska heimspekihefð allt frá dögum Platons.
Platon skýrir hið lægra út frá hinu æðra, eftirmyndina út frá frum-
myndinni og hvötina og hreyfinguna út frá markinu sem hún bein-
ist að. Þannig skilur Platon og Eros sinn, sem í senn er hliðstæður
og andstæður við lífshvöt Schopenhauers, út frá frummynd hins
fagra og þeim ódauðleika, sem hann stefnir til, sem og hinu tví-
þætta eðli veruleikans, þar sem samspil fyllingar og skorts, veru og
neindar skapar hreyfingu og spennu . Hegel fetar hér í fótspor Plat-
ons og það hreyfiafl, sem í kerfi hans knýr áfram alla verðandi,
beinist að þeirri æðstu fyllingu lífsins sem er sjálfsendurheimt
andans. Og með því að Hegel sér þessa fyllingu eða lokamark í
gagnkvæmri viðurkenningu frjálsra vitunda, hefur kerfi hans þá
þjóðfélagslegu og sögulegu vídd sem heimspeki Schopenhauers
vantar. Hjá Schopenhauer beinist hvötin að viðhaldi lífsins sem
slíks og það sem umfram er, andinn, verður í rauninni andhverfa
þessarar hvatar og snýst á endanum gegn henni og nær hámarki í af-
neitun lífsviljans sem er þó grundvöllur alls.
Heimspeki Schopenhauers nær raunar allmiklu skemmra en