Skírnir - 01.09.1987, Side 161
SKÍRNIR ÍSLANDSFÖR BRESKA FLOTANS 367
og hann skýrði frá í bréfi til markgreifans af Salisbury,25 dagsettu 12. ágúst
1895.
Hann sagði mér þá, að vonast vœri til þess, að 3ja greinin yrði felld úr
gildi, er Alþingi kœmi saman á nœsta ári og að með síðasta pósti hefði hann
fengið fyrirmœli um að túlka lögin áfrjálslegri hátt, uns af þvíyrði.26
Þrír togarar: „St. Lawrence“, „Oregon“ og „Niagara“ virðast hafa orðið
uppiskroppa með ís og héldu til Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn, þar sem
þeir greiddu 12 sterlingspunda sekt hver, fyrir að koma inn í landhelgi með
botnvörpur innanborðs. Landshöfðinginn fékk talið menn á að neita þeim
um ís, en engu að síður urðu þeir að greiða sektina. Þetta þykir mér mikið
ranglæti og ekki í samræmi við það, sem fram kom í ofangreindum sam-
ræðum.
Ibúar Reykjavíkur og togaraskipstjórarnir óska eftir samkomulagi um
þessi mál, og af samræðum, sem ég hef átt við landshöfðingja, skipherrann
á „Hejmdal11 og togaraskipstjóra, hef ég komist að eftirfarandi:
Landshöfðinginn (sem leggur mjög ákveðinn skilning í orðið „Nod" og
skilur það sem „neyð“ („in distress“)) vill útiloka togarana frá veiðum í
Faxaflóa, innan línu sem hugsast dregin frá Utskálum í Þormóðssker, ef
þeir fái að koma til hafnar með botnvörpu innanborðs. Með öðrum orðum,
útiloka þá frá bestu miðunum í flóanum, vegna þess að þar séu uppeldis-
stöðvar fisks.
Skipherrann leggur tilað í skiptum fyrir Faxaflóa fái togararnir að veiða
hvar sem er við strendur landsins, utan og innan landhelgi, ogfái jafnframt
að leita hafna.17
Togaraskipstjórarnir segja, að ef miðunum á Faxaflóa verði lokað fyrir
þeim, og hin bestu eru innan Utskála, milli Utskála og Syðrahrauns, verði
þeir að hætta veiðum í flóanum, sem sé besta fiskislóðin við Island.
Allir hafa nokkuð til síns máls og ef við tökum ofangreindar skoðanir al-
varlega og höfum í huga, að nú kaupa togararnir fiskveiðiréttinn því verði
að geta ekki leitað hafnar, og að hugmyndir skipherrans á „Hejmdal“
myndu ekki verða samþykktar annars staðar á Islandi og því ekki hljóta
samþykki sem lög frá Alþingi, þá hlýt ég að mæla með því - og á það fallast
skipstjórarnir, að ef lína verði dregin í Faxaflóa, þá verði hún að liggja frá
Þormóðsskeri í Kálfatjörn, eða um 4 mílum vestan við línu, sem er samsíða
baugnum á 22° vestur lengdar. Ef fiskveiðarnar bregðast sveltur fólkið, en
með þessu móti gætu togararnir veitt úti á miðunum, en innlendir fiski-
menn, sem flestir sækja sjó á smábátum, og línuveiðarar, hefðu fjarðar-
niynni og nálæg mið utan 3ja mílna í friði.
Engin þörf virðist á því að hafa enskt herskip við Islandsstrendur eins og
sendiherrann í Kaupmannahöfn og utanríkisráðuneytið hafa lagt til. Þetta
er vitaskuld milliríkjamál, en á meðan 3ja greinin er í gildi, geta herskips-
menn ekkert gert til úrbóta.
Besta lausnin er sú að danskir embættismenn túlki orðið „Nod" sem