Skírnir - 01.09.1987, Síða 127
SKÍRNIR TILVISTARSTEFNAN OG NORDAL
333
gildi trúarinnar verði ekki reist eingöngu á reynslu sem veiti vitnis-
burð um æðri veruleika. Slík trúarþekking eða trúarreynsla39 er
gersamlega óræð; henni verður ekki lýst nema fyrir þeim einum
sem orðið hefur fyrir henni. Hún miðlar strangt tiltekið „ósegjan-
legum sannindum“ og þar með verður sannleikurinn að einkamáli
manna: hver og einn situr uppi með sinn sannleika, og sannleikur-
inn sjálfur, sem er okkur öllum sameiginlegur og við öll leitum, er
ekki annað en uppspuni frá rótum.
En það er önnur hlið á málinu, annar skilningur á andlegri
reynslu sem er ekki síður mikilvægur en sá að hún sé trúarþekking
og sannfæring um æðri veruleika og hugsanlega annað líf. Sigurður
sagði að honum væri andleg reynslu ekki einungis veruleiki, heldur
verulegust af öllum veruleika. Er þessi reynsla ekki fyrst og fremst
uppgötvunin sjálf á því að vera til og vita af sér, vera vitni að því
kraftaverki sem veruleikinn er? Oll dæmin sem Sigurður tekur til
að lýsa þessari reynslu sem við getum fundið „í samlífi við náttúr-
una, í þjálfun hugsunarinnar, í ást og fórn“, benda til þess að svo sé.
Hin andlega reynsla er þá hvorki meira né minna en skerping vit-
undarinnar af því að vera til og taka þátt í tilverunni. Það sem gerir
þessa reynslu iðulega svo merkilega og torráðna og veldur því að
hún getur verið skilin eða misskilin sem þekking á sannleikanum
sjálfum, jafnvel Guði sjálfum, er sú staðreynd að við verðum fyrir
henni. Hún hrífur okkur með sér, við verðum hugfangin, jafnvel
hugstola, verðum skyndilega í öðrum heimi, frá okkur numin, gott
ef ekki frelsuð og það í eitt skipti fyrir öll. Það dregur síður en svo
úr gildi hennar að hún veitir okkur yfirleitt ekki minnstu þekkingu,
miðlar engum sannindum um veruleikann sjálfan nema þá af slysni
eða tilviljun.
Sannleikurinn býr vissulega í hinni andlegu reynslu. Sannleikur-
inn er einmitt sá að við erum til og vitum af okkur, að „við erum og
verðum það sem við hugsum", eins og Sigurður orðar það, eða eins
og Kierkegaard minnti rækilega á: „Subjektiviteten er sandheden."
Sjálfsvitundin er sönn, hún er til. Engin vísindi, engin kerfi, geta
hrakið þessa staðreynd, leyst hana upp eða rakið hana til einhverra
annarra staðreynda, allavega ekki á meðan ég veit af mér sem vit-
andi veru í heiminum. En þessi einföldu sannindi eru öldungis
innantóm og marklaus nema við skiljum þau sem kröfu og hvatn-