Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 192
398
SVEINN EINARSSON
SKIRNIR
vant í talninguna) og að þessum verkum voru 17 höfundar. Á sama tíma
komu fram í sjónvarpi hvorki meira né minna en 25 ný íslensk verk og 53
í hljóðvarpi, en höfundar að öllum þessum verkum eru samtals 62. Rétt er
að vekja athygli á því, að einkum stór hluti útvarpsverkefnanna er saminn
fyrir börn.
Tölur fyrir árin 1975-80 eru enn greinarbetri. Á leiksviði eru þá frum-
flutt 63 leikrit; vert er að vekja athygli á, aðþriðjungur þeirra, eða21 leikrit,
er frumfluttur af leikfélögum áhugamanna. Höfundar þessara verka eru
samtals 42. Á sama tíma koma fram í sjónvarpi 25 ný verk eftir 18 höfunda,
og í hljóðvarpi er leikið 31 nýtt íslenskt leikrit og þar bætast við 11 höfund-
ar; höfundar eru þá samtals á þessu tímabili 64.
Og enn má þylja tölur fyrir næsta fimm ára tímabil: 62 sviðsleikrit, þar
af 21 hjá áhugaleikflokkum, höfundar 50; í sjónvarpi 20 ný verk, í hljóð-
varpi 45. Höfundar alls samtals 81. Til samanburðar má taka árin 1950-55,
þegar aðeins komu fram 12 ný íslensk verk á sviði í Reykjavík og á árunum
1955-60 einungis 6. Reyndar verður svo í réttiætis nafni að geta þess, að
árið 1986 kom ekkert nýtt íslenskt verk í sjónvarpi!
Ymsir hafa látið sér fátt um svona tölur finnast og réttilega minnt á, að
magn sé ekki sama og gæði, jafnvel hlakkað yfir, þegar ófullburða smíð hef-
ur flækst með. Og víst er um það, að aga skal sín eigin börn sem annarra.
Leikhúsin hafa þó ótrauð haldið fram ræktunarstefnu sinni og áfram hýst
innlenda höfunda, þó að einstaka sinnum gefi á bátinn. Rökin eru þau, að
það sé óraunsætt að ætla sér, að meistaraverkin hrökkvi alsköpuð úr höfði
Seifs, því æfing skapi meistarann; þrátt fyrir náttúruhamfarir verði það að
teljast til undantekninga, að upp spretti lind svona aldeilis af sjálfu sér, helst
sé slíks getið í kraftaverkasögum. En á háskeiðum leikritunar megi jafnan
benda á eins konar ræktunarstarf: Shakespeare hafi ekki staðið einn á velli
og ekki Moliére. Og víst er um það, að umhverfis jöfurinn frá Stratford eru
önnur stórskáld eins og Marlowe og Ben Jonson, og svo fjöldinn allur af
gjaldgengum höfundum öðrum: Kyd og Greene og Peele, Chapman, Be-
aumont, Fletcher, Thomas Dekker, Middleton, Heywood, John Ford.
Sama er uppi á teningnum, þegar sígild leikritun Frakka næst hæst: Moli-
ére, Racine og Corneille eiga sér líka samtímamenn og undanfara: Hardy
og Mairet hétu frumkvöðlarnir, en síðan komu höfundar eins og Rotrou og
Du Ryer; þó að nöfn þeirra séu mikið til gleymd í dag, þá gegndu þeir sínu
hlutverki.
Dagur vonar er fimmta leikritið, sem Birgir Sigurðsson sendir frá sér, en
hið fyrsta var verðlaunaleikritið Pétur og Rúna, sem fram kom í tilefni af
75 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur 1972. Birgir hefur því mikið komið
við sögu verulegan hluta þessa nýja leikritunarskeios okkar, en oft hafa
menn hyllst til að tímasetja upphaf þess útfrá leikriti Jökuls Jakobssonar
Hart í bak, 1962. Nú er að sjálfsögðu of fljótt að gera neina staðfasta úttekt
á umræddu tímabili, sem ekki virðist heldur á enda komið, greina á milli,
hverjir séu plægjendur eða sáðmenn, forgöngumenn eða sporgöngumenn,