Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 160
366
JÓN Þ. ÞÓR
SKIRNIR
b. 5 dögum. Tekur því hver veiðiferð 15 - 16 daga. Skipin hefja veiðar í
Faxaflóa seint í mars og halda þeim áfram langt fram á haust.
Helstu veiðisvæðin eru Faxaflói, miðin fyrir suðurströndinni umhverfis
Vestmannaeyjar, og á milli Ingólfshöfða og Vestra-Horns á suðaustur-
ströndinni. Einnig hafa togararnir veitt við Papey og á Héraðsflóa og Eið-
isflóa24 við austurströndina, en aldrei fyrir Norðurlandi.
Togararnir eru hvarvetna óvelkomnir, og þó einkum á Faxaflóa.
Línuveiðar: Bresk skip, sem stunda línuveiðar við strendur Islands, eru
meira en helmingi fleiri en togararnir, en engu að síður er þeim leyft að
veiða hvar sem er utan 3ja mílna landhelgi, og þau mega koma til allra hafna
landsins. Þau byrja yfirleitt veiðar fyrir Suðurlandi og halda síðan norður
með austurströndinni og norður fyrir land, eftir því sem veður og ísar
leyfa. Línuveiðarnar eru stundaðar bæði af segl- og gufuskipum, og eru hin
síðarnefndu frá Fleetwood. .
Frakkar senda yfir 400 skip til veiða við strendur íslands; þeir hafa enga
togara og veiða einungis á línu.
Þriðja grein íslensku landhelgislaganna, sem Alþingi samþykkti og fram-
fylgt er bókstaflega, beinist eingöngu að breskum gufutogurum.
Ibúar Reykjavíkur fylgjast skelfdir með því er togararnir skrapa hafs-
botninn á fiskislóðunum í Faxaflóa og drepa allan fisk, smáan sem stóran.
A honum byggist lífsafkoma þeirra, þeir lifa á honum á vetrum ásamt kúm
sínum (þótt okkur finnist það undarlegt, þá eta kýrnar hertan fisk) og
kindum; hestarnir verða að bjargast sem best þeir geta á útigangi. Af þessu
hljótið þið að skilja hvers vegna þeir framfylgja 3ju grein laganna af svo
mikilli hörku og hve mjög þá fýsir að sjá fjandaflokkinn, togarana, rekinn
á braut. Þannig horfir málið við þeim og þeir eiga enga stóra báta til veiða
á fjarlægum miðum.
Nú sný ég mér að sjónarmiðum togaramanna, eins og þau birtust mér í
samræðum við togaraskipstjóra. Þeim finnst réttilega hart að mega ekki
veiða í Faxaflóa og annars staðar og geta ekki leitað hafna á sama hátt og út-
lendingar gera í Bretlandi. Þeir hafa einnig skýrt mér frá því að þrír togarar
hafi verið sektaðir fyrir að sigla með botnvörpur innanborðs á milli Vest-
mannaeyja og lands, þótt þeir hafi sannanlega verið á leið frá Dyrhólaey til
Faxaflóa.
Breskir togarasjómenn koma jafnan upp að landinu við Dyrhólaey og
reyna síðan að hafa landsýn vestur með og sigla inn á Faxaflóa um sundið
milli Reykjaness og Eldeyjar. Nú hefur skipherra danska varðskipsins til-
kynnt þeim, að þeir megi ekki fara um þetta sund með botnvörpur innan-
borðs, því þá séu þeir komnir innfyrir landhelgismörkin.
I þessu sambandi er rétt að geta þess, að í samtali sem ég átti við skipherr-
ann á „Hejmdal" lét ég í ljósi þá skoðun mína, að þetta væri ósanngjarnt og
hvorki í samræmi við alþjóðlegar hefðir né í anda þess álits, sem herra
Nellemann lét í ljósi í samræðum við sendiherra okkar í Kaupmannahöfn