Skírnir - 01.09.1987, Page 142
348
SIGURBJÖRN EINARSSON
SKIRNIR
lega huglægs eðlis frá vísindalegu sjónarhorni séð. Hún er ekki
handsamanleg eða skýranleg með neinum vísindatækjum, upptök
hennar verða ekki rakin með skírskotun til meðfærilegra, áþreifan-
legra staðreynda í svo nefndum raunheimi. Það eru aðeins áhrifin,
sem unnt er að beina rannsókn að, áhrifin á þá menn, sem lásu á
þennan veg í mál atvikanna, hvort sem þau voru stórbrotin eða
smávægileg á almennan mælikvarða. Það sem þessir menn lifðu
varð þeim orð frá Guði, þeir mættu honum þannig, að það skipti
sköpum fyrir þá og hafði ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ómótmælan-
leg, áþreifanleg áhrif á gang sögunnar í heimi hér.
I þessari útlistun hef ég haft í huga það, sem áður var sagt um
trúarjátninguna eða þann miðlæga hluta hennar, sem segir sögu
Jesú Krists í sjónhending. Það er saga manns, Jesú frá Nazaret,
jarðnesk, mennsk. En hún varð skuggsjá, sem birti Guð á jörð.
Hún varð það orð, það mál, sem lauk upp liðinni sögu, þýddi hinar
fornu, helgu ritningar svo að þær urðu nýjar, og í kjölfarið fæddust
aðrar ritningar, Nýja testamentið, sem eru vitnisburður trúarinnar
og túlkun hennar á þeirri merkingu, sem fólgin var í lífssögu þessa
manns. Þessi rit eru öll fædd og skráð undir gagntækum áhrifum
hans, eins og hann var í lifanda lífi fram í dauðann á krossi, og
beinlínis fyrir augliti hans, sem var upprisinn frá dauðum.
Þegar spurt er, hvaða heimildargildi þessi rit hafi, einkum guð-
spjöllin, frá fræðilegu sjónarmiði, þá er því fyrst að svara, að vér
höfum engan aðgang að ævi Jesú frá Nazaret nema fyrir meðal-
göngu þeirra, sem trúðu á hann. Það er ekki unnt að sjá til hans
nema með augum þeirra. Og höfundar Nýja testamentisins voru
ekki æviskrárritarar. Þeir voru boðberar og auðfinnanlega gagn-
gert á valdi þess boðskapar, sem þeir fluttu. Sá boðskapur snýst all-
ur um þann Jesú, sem fyrir fáum árum hafði lifað og starfað og ver-
ið tekinn af lífi. Og þeir sögðust vera vottar þess, að hann væri upp-
risinn.
Þetta blasir við sem söguleg staðreynd.
Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvernig þessi sannfæring sé til
komin. Það getur ekki talist skynsamleg ályktun, að hún hafi fæðst
af ímyndun, sem síðan hafi nærst á sjálfri sér og vaxið upp úr öllu
valdi við að soga lífsþrótt úr sjálfri sér.
Raunhæf, fræðileg meginspurning í þessu sambandi er sú, hvort