Skírnir - 01.09.1987, Side 53
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA
259
Þorvarður að utan en Teitur að austan, á hamarinn; þá var fyrst riðin áin á
Þengilseyri. Og sem biskup frétti að Teitur væri á hamarinn kominn sagði
hann sitt og þeirra líf farið. Hann gekk þá til kirkju og prestar hans og
sveinar og lét loka öllum hurðum á staðnum og kirkju en skrýddist öllum
skrúða og prestarnir, og hóf svo upp messu og helgaði eina aflátu (oblátu)
og hélt svo á henni og hugði að sér mundi það hlífa.
f þessu koma þeir hinir að og taka það til ráðs, fyrst kirkjan var læst og
lokuð, að þeir báru undir undirstokkana stór tré og undu svo upp kirkjuna
svo þeir komust inn undir þar, en kirkjan stóð öll hall á meðan, og gengu
svo innar til biskupsins þar hann var fyrir altarinu í öllum skrúða með
oblátunni helgaðri. Þeir tóku hann strax höndum og toguðu hann utar eftir
kórnum, en prestarnir héldu honum eftir megni. En þá þeir komu í miðja
kirkjuna féll oblátan niður. Með það drógu þeir hann út af kirkjunni, en
prestarnir löfðu á honum allt út fyrir stöpulinn, þar slepptu þeir honum. Þá
gekk kirkjupresturinn innar aftur í kórinn og skreið að þar er oblátan lá og
bergði henni; þar í þeim sama stað var biskup eftirá jarðaður, og þá kirkjan
brann sá menn vott nokkurn til hans kistu. Hinir fóru með biskup út að
ferjustaðnum á Spóastöðum og létu hann þar í sekk en bundu svo stein við
og köstuðu honum svo í ána. Hann rak eftir það upp hjá Hömrum, hjá
Ullarklett.
Þeir voru tveir sérdeilis sem að biskup létu í sekkinn og ána. Hann bað
sér lífs og fékk ekki. Þeir báðir þá lifðu skamma stund; annar hét Olafur en
annar Jón. Þessar hendingar voru um þá kveðnar:
Ólafur hinn illi
biskupa spillir;
þó gjörði Jón enn verra:
hann sá ráð fyrir herra,
því hann kastaði honum í ána.
En þá Jón dó gekk hann aftur og þoldi ekki í jörðu. Þeir grófu hann þá
upp aftir, og var hann með öllu ófúinn, og köstuðu honum út í eitt veiði-
vatn og bundu stein við háls honum. En að morgni þá menn komu þar var
allur fiskur kominn í burt úr vatninu og lá dauður í hrönnum kringum
vatnið; en aldrei varð vart við Jón síðan.
Sveina biskupsins drápu þeir í kirkjunni eftir því sem þeir náðu þeim.
Sögn manna er það að þeir hafi skotið þá upp á skammbitum, bæði með
boga og svo með spjótum, en hinir duttu ofan. Þeir dysjuðu þá alla í Ira-
gerði fyrir vestan Brekkutún. En þá konu sem Teiti fékk lykilinn hafði
hann með sér og gaf henni 20 hundraða jörð og gifti hana ríkum manni.
Systir þessa Þorvarðs Loftssonar var Sophía hústrú; hún átti þann mann
er Ivar hét og var kallaður Hólmur; hann var lögmaður, og Þorvarður átti
systur hans sú hústrú Margrét hét. Þessi Ivar Hólmur komst úr brennunni
á Kirkjubóli suður á Nesjum, en sá hét Arni og var kallaður kæmeistari er