Skírnir - 01.09.1987, Síða 120
326
PALLSKULASON
SKÍRNIR
skilningi að hún verður hvorki skilin eða skýrð út frá hinu náttúru-
lega né hinu yfirnáttúrulega. Hvorki náttúruvísindi né kerfisbund-
in guðfræði eða dulspeki ná tökum á þessari yfirskilvitlegu vídd til-
verunnar. I stað þess að fá fólk til að yfirvega trú sína og lífsskoðun
kynda þau iðulega undir þeirri hugsunarlausu hugsun sem and-
mælir allri yfirvegun, vill afskrifa hana sem háfleygt, inntakslaust
kjaftæði. Margir virðast því slá því endalaust á frest að reyna að
hugsa af skynsamlegu viti á þeirri furðulegu forsendu að einn góð-
an veðurdag muni sannleikurinn allur um líf okkar og tilvist verða
ljós og ekki annað að gera en sitja með hendur í skauti og bíða þess.
Heimspeki, sem boðar yfirvegun tilvistarinnar og prédikar að
hugsunin og trúin ráði úrslitum, lendir ævinlega upp á kant við
ákveðnar ríkjandi hugsunarhefðir þar sem hugsunin er þegar yfir-
veguð í bundnum formum, gefin í ákveðnu mynstri. Þess vegna
mætir hún kæruleysi, efasemdum og aðkasti í einni eða annarri
mynd, því að slíkir eru varnarhættir ríkjandi hugsunarháttar gegn
þeirri „ógn og skelfingu" sem ný og óvænt yfirvegun kann að hafa
í för með sér.
Eg segi „ógn og skelfingu" vegna þess að yfirvegunin dregur
fram í dagsljósið hið óendanlega ferli hugsunarinnar. Sigurður lýsir
þessu vel á einum stað: „A einni stuttri stundu, sem við horfum
berum augum á undur mannlegra örlaga, geta sprottið upp fólgnar
lindir í hug og hjarta — og ýmiss konar þekking, sem áður var visin
og dauð, orðið lifandi og starfandi þáttur í vilja okkar og breytni.“
(LD, s.ll)
Þessum frelsandi ógnaráhrifum nær hugsunin einmitt þegar hún
virðist ekki beinast að neinu sérstöku - öðru en undrum mannlegra
örlaga - eða þegar hún gerir lífið allt að viðfangi sínu. Sem sagt:
þessum áhrifum nær hún með „háfleygri og inntakslausri orð-
ræðu“ — háfleygri og inntakslausri, vel að merkja, fyrir hina stirðn-
uðu, geldu og hugsunarlausu hugsun sem neitar allri yfirvegun
vegna þess að hún er þegar „á vel tyrfðum bundinn bás“21 og hrýs
við því öryggisleysi, því frelsi sem yfirvegunin leiðir í ljós og miklar
upp. Það er skorturinn á markvissri yfirvegun sem stendur vísind-
unum og trúnni fyrir þrifum, ekki síður en hversdagshugsun
manna og opinberri umræðu.