Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 55
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA
261
Athugasemdir
I þessum þremur síðari alda annálum höfum við að sumu leyti fast-
ara land undir fótum en í fornsögunum tveimur sem fyrr var til
vitnað. Við vitum nákvæmlega hvenær atburðir gerðust og hér um
bil hvenær ritin voru færð í letur. Hinsvegar er líkt á komið að þvíi
leyti að við höfum nálega engar aðrar heimildir til samanburðar.
Lítum fyrst á það helsta sem sameiginlegt er:
Þorvarður Loftsson frá Möðruvöllum, sonur Lofts hins ríka, fer
suður til Skálholts með her manns til að hefna fyrir óspektir sem
biskupsmenn hafa framið. Þetta gerist árið 1432 (Bisk.) eða 1433
(Skarð.). Þá er biskup í Skálholti Jón Ger(r)ikksson. Arásarmenn
ganga í kirkjuna (eða brjótast inn í hana), en þar er biskup fyrir alt-
ari í öllum skrúða (í messuklæðum, Skarð.) og heldur á helgaðri
oblátu (með kaleik og patínu í hendi, Skarð.). Arásarmenn taka
biskup og draga hann nauðugan út úr kirkjunni, fara með hann til
Brúarár („út að ferjustaðnum hjá Spóastöðum", Bisk.) og drekkja
honum þar.
í Biskupaannálum eru fyrirliðar í Skálholtsför Teitur frá Bjarn-
arnesi og Þorvarður frá Möðruvöllum, en í Skarðsárannál Þorvarð-
ur og Arni Dalskeggur, báðir úr Eyjafirði. I Biskupaannálum er
ástæðan til herfarar „óskundi" biskups og manna hans og fangels-
un Teits og Lofts, en í Skarðsárannál Kirkjubólsbrennan. Sam-
kvæmt Biskupaannálum er Jón biskup látinn í sekk og steinn bund-
inn við, en í Skarðsárannál er honum drekkt „með taug og steini“,
og virðist hann sleppa við að fara í pokann. Einu ári skeikar um
tímasetninguna, og er það varla teljandi.
Varðandi seinni söguna í Biskupaannálum ber það á milli að í
Skarðsárannál fær Þorvarður ekki Margrétar fyrr en hann hefur
drýgt dáðina í Skálholti. Hitt er þó lakara að samkvæmt Bisk-
upaannálum kemst bróðir hennar, Ivar Hólmur, út úr brennunni
og hefnir sín sjálfur með Þorvarði. Er þar með ónýtt hin skáldlega
heitstrenging Margrétar sem lýst er í Skarðsárannál. Og fleira ber
á milli. Til dæmis er „kæmeistarinn“ kallaður Árni í Biskupaannál-
um, en Magnús í Skarðsárannál.
Lesendum skal eftir látið að finna það sem gerr er sagt í hvorri
heimild um sig. Sumt er með ólíkindum í sjálfu sér. I Skarðsárannál
gerir Margrét hol á húsvegg með skærum sínum til að komast út úr