Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 110
316
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
þó að þeir fái miklar mætur á þess konar sannfæringu og finnist hún vera
hin æðsta jarðneska vissa, æðri en nokkur sannleikur, sem skynsemin ein
er um að sýna. Það er þetta, sem Sören Kierkegaard hefur gefið búning í
hinni frægu setningu sinni: Subjektiviteten er sandheden, þ. e. a. s. það
sem maður er sannfærður um af allri persónu sinni og öllu hjarta sínu, það
er sannleikur. (EM, s. 131)
Gagnrýni á vísindahyggju og tæknitrú, oftrúna á gildi efnalegra
framfara, kemur skýrt fram í eftirmála Sigurðar við Fornar ástir.
Þar segir hann meðal annars: „Líklega hefur trúin á óslitna og
örugga framfarabraut mannkyns og menningar verið stórfelldasta
blekking vestrænna þjóða á 19. öld eða öllu heldur sú trú, að um-
bætur á tilteknum sviðum þekkingar, tækni og aðbúnaðar væri
sama sem alhliða og varanleg framför menningarinnar."13
Þessi skarpa gagnrýni á tæknisinnaða efnishyggju eða raun-
hyggju hefur iðulega verið kennd við rökleysishyggju, irrational-
isma. Hér er málum blandað. Rökleysishyggja tilvistarstefnunnar
beinist gegn allri altækri skynsemis- eða tæknihyggju, ekki gegn
þeirri skynsemi sem tekst á við tilvistarvanda manneskjunnar. Sú
skynsemi sem er bundin á klafa efnishyggju og tæknitrúar er ekki
skynsamleg. Hún setur mönnum afarkosti: annaðhvort gangist
þeir undir lögmál hennar eða hafni í algerlega röklausri trú á veru-
leika sem enginn fótur er fyrir. Framhjá þessum afarkostum
reyndu margir að komast í upphafi þessarar aldar með því að renna
„vísindalegum stoðum“ undir fjarstæða trú sína og ein afleiðingin
varð meðal annars furðulegt sambland efnishyggju og andatrúar
sem enn lifir góðu lífi. Aðrir- og hér kemur tilvistarstefnan til sög-
unnar - vildu reyna að skilja vanda hinnar mennsku tilveru, sér-
stöðu hennar og þversagnir, út frá allt öðrum forsendum. Þeir
lögðu miklu dýpri og víðari skilning í skynsemi manna, skynsemi
sem gerði mönnum kleift að taka á vandanum að lifa mennsku lífi
í fullri vitund um mikilvægi eigin trúar og lífsafstöðu.
I fyrsta fyrirlestri Einlyndis og marglyndis kemur Sigurður ein-
mitt að þessu:
Mennirnir, sem hafa öðlast öll ytri gæði og alla menningu samtímans, þessa
menningu sem átti að gera jörðina að paradís, þeir finna hve ónóg hún er og
spyrja: „er þetta allt?“. Og sama raunhyggjan, sem hefur gefið þeim öllytri